Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2022 07:12 Í viðtalinu sagði Biden einnig að það væri tímabært að endurskoða tengsl Bandaríkjanna og Sádi Arabíu, eftir að Sádi Arabía tók afstöðu með Rússum með því að samþykkja að draga úr olíuframleiðslu. Getty/Drew Angerer Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við CNN í gær en aðspurður sagði hann óábyrgt að tjá sig um það hvernig Bandaríkin og bandamenn myndu mögulega bregðast við ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Pútín hefði misreiknað dæmið þegar hann réðist inn í Úkraínu, haldandi að Rússum yrði tekið með opnum örmum. Biden sagðist þó ekki telja Rússlandsforseta myndu grípa til þess örþrifaráðs að nota kjarnorkuvopn en allt tal um notkun þeirra væri óábyrgt og gæti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Pútín gæti ekki haldið áfram að tala um notkun kjarnorkuvopna eins og notkun þeirra væri rökrétt. Biden vildi ekki svara því hvar „rauða línan“ lægi en þegar hann var spurður að því hvort hermálayfirvöld í Pentagon hefðu verið beðin um að kanna öll möguleg viðbrögð sagði forsetinn að þess hefði ekki verið þörf og vísaði þannig til þess að möguleikinn á kjarnorkustríði væri alltaf til skoðunar. Þá sagðist forsetinn ekki sjá tilgang með því að setjast niður með Pútín á næsta fundi G20-ríkjanna í Indónesíu í nóvember, nema þá mögulega til að ræða lausn körfuknattleikskonunnar Brittney Griner. Bandaríkin Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við CNN í gær en aðspurður sagði hann óábyrgt að tjá sig um það hvernig Bandaríkin og bandamenn myndu mögulega bregðast við ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Pútín hefði misreiknað dæmið þegar hann réðist inn í Úkraínu, haldandi að Rússum yrði tekið með opnum örmum. Biden sagðist þó ekki telja Rússlandsforseta myndu grípa til þess örþrifaráðs að nota kjarnorkuvopn en allt tal um notkun þeirra væri óábyrgt og gæti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Pútín gæti ekki haldið áfram að tala um notkun kjarnorkuvopna eins og notkun þeirra væri rökrétt. Biden vildi ekki svara því hvar „rauða línan“ lægi en þegar hann var spurður að því hvort hermálayfirvöld í Pentagon hefðu verið beðin um að kanna öll möguleg viðbrögð sagði forsetinn að þess hefði ekki verið þörf og vísaði þannig til þess að möguleikinn á kjarnorkustríði væri alltaf til skoðunar. Þá sagðist forsetinn ekki sjá tilgang með því að setjast niður með Pútín á næsta fundi G20-ríkjanna í Indónesíu í nóvember, nema þá mögulega til að ræða lausn körfuknattleikskonunnar Brittney Griner.
Bandaríkin Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira