Talið er að Ian verði þriðja stigs fellibylur á næstu dögum.
Sérfræðingar Veðurstofu Bandaríkjanna búast við því að Ian muni valda miklum flóðum, rigningu og aurskriðum. Þetta eigi við á Kúbu og Jamaíka en einnig er von á flóðum í Flórída seinna í vikunni. Það er að segja ef fellibylurinn nær landi í Flórída en erfitt þykir að spá til um hvert hann mun fara.
Yfirvöld á Kúbu og í Flórída vinna nú að því að búa íbúa fyrir fellibylinn. AP fréttaveitan segir að á Kúbu sé verið að flytja fólk af viðkvæmum svæðum á eyjunni og hefur skólastarf verið lagt niður.
Þá hafa yfirvöld á Kúbu flutt ferðamenn á brot og lokað höfnum á þeim hluta eyjunnar, samkvæmt Reuters.
Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir í Flórída.
Here are the 5 am Monday Key Messages for Hurricane #Ian. Latest information at https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/536aVhLwl5
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 26, 2022
The @NOAA_HurrHunter #NOAA42 and #NOAA49 aircraft, plus @53rdWRS #TEAL72 collecting data from Hurricane #Ian this morning. Ian is expected to move over Cuba and up the western coast of Florida later this week. https://t.co/oNAerjIuPj pic.twitter.com/LNITSbkKDT
— Flightradar24 (@flightradar24) September 26, 2022