„Mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:01 Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U21-landsliðsins og hefur þegar tekið þátt í einni lokakeppni EM, þegar hann var nýorðin þjálfari liðsins árið 2021. vísir/Arnar „Hér eru leikmenn framtíðarinnar að spila, úrslitaleik á heimavelli. Þetta eru efnilegir strákar sem að munu spila góða rullu fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er tími til að koma hingað [í dag] og horfa á tvö góð lið og flotta leikmenn spila fótbolta.“ Þetta segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, en liðið mætir Tékklandi klukkan 16 á Víkingsvelli í umspili um sæti í lokakeppni EM. Íslensku strákunum tókst með dramatískum hætti að skjóta sér upp fyrir Grikkland og inn í umspilið, og er nú aðeins leikjunum tveimur við Tékka frá því að komast á EM í þriðja sinn í sögu íslenska U21-landsliðsins. „Hljóðið er mjög gott í mönnum. Þeir eru einbeittir og það er mikil gleði og yfirvegun í hópnum. Ég hlakka til að sjá okkur spila fyrir framan geggjaða íslenska áhorfendur [í dag],“ segir Davíð Snorri en hann ræddi við Vísi fyrir æfingu í gær. Tékkarnir hafa hins vegar sýnt hversu öflugir þeir eru. „Möguleikarnir eru bara góðir“ „Þetta er mjög gott lið. Kraftmikið lið. Þeir eru tilbúnir í að pressa okkur og geta blandað sóknarleiknum sínum með bæði stuttu spili og löngum sendingum ef þess þarf. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og verðum klárir. Þetta er mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur,“ segir Davíð Snorri sem hefur hins vegar fulla trú á sínu liði: „Ég er mjög ánægður með hópinn og hef verið það í gegnum alla keppnina. Möguleikarnir eru bara góðir. Ég held að þetta verði jafnt og muni ráðast á litlum atriðum, og við erum undirbúnir fyrir það að vera mjög góðir í einföldu hlutunum.“ Klippa: Davíð Snorri um leikina sem gætu komið Íslandi á EM Útskýrði valið á markverði í stað varnarmanns Frá því að Davíð Snorri kynnti landsliðshóp sinn síðasta föstudag hefur hann þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason urðu að draga sig út úr hópnum en Davíð kallaði á Svein Margeir Hauksson í stað Kristals og svo óvænt markvörðinn Ólaf Kristófer Helgason fyrir miðvörðinn Finn. Davíð segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar en í hópnum sem valinn var á föstudag voru aðeins tveir markverðir: „Ég var búinn að tala við Óla í síðustu viku um að vera með okkur. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og hugmyndin var alltaf að gera breytingu fyrir seinni leikinn, til að taka þrjá markmenn með út. Fyrst við þurftum að gera breytingu núna þá gerðum við þetta bara strax. Sveinn Margeir er svo búinn að standa sig mjög vel í góðu liði KA, er ferskur og kemur á fullri ferð inn.“ Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Fótbolti Tengdar fréttir „Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32 Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þetta segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, en liðið mætir Tékklandi klukkan 16 á Víkingsvelli í umspili um sæti í lokakeppni EM. Íslensku strákunum tókst með dramatískum hætti að skjóta sér upp fyrir Grikkland og inn í umspilið, og er nú aðeins leikjunum tveimur við Tékka frá því að komast á EM í þriðja sinn í sögu íslenska U21-landsliðsins. „Hljóðið er mjög gott í mönnum. Þeir eru einbeittir og það er mikil gleði og yfirvegun í hópnum. Ég hlakka til að sjá okkur spila fyrir framan geggjaða íslenska áhorfendur [í dag],“ segir Davíð Snorri en hann ræddi við Vísi fyrir æfingu í gær. Tékkarnir hafa hins vegar sýnt hversu öflugir þeir eru. „Möguleikarnir eru bara góðir“ „Þetta er mjög gott lið. Kraftmikið lið. Þeir eru tilbúnir í að pressa okkur og geta blandað sóknarleiknum sínum með bæði stuttu spili og löngum sendingum ef þess þarf. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og verðum klárir. Þetta er mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur,“ segir Davíð Snorri sem hefur hins vegar fulla trú á sínu liði: „Ég er mjög ánægður með hópinn og hef verið það í gegnum alla keppnina. Möguleikarnir eru bara góðir. Ég held að þetta verði jafnt og muni ráðast á litlum atriðum, og við erum undirbúnir fyrir það að vera mjög góðir í einföldu hlutunum.“ Klippa: Davíð Snorri um leikina sem gætu komið Íslandi á EM Útskýrði valið á markverði í stað varnarmanns Frá því að Davíð Snorri kynnti landsliðshóp sinn síðasta föstudag hefur hann þurft að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Kristall Máni Ingason og Finnur Tómas Pálmason urðu að draga sig út úr hópnum en Davíð kallaði á Svein Margeir Hauksson í stað Kristals og svo óvænt markvörðinn Ólaf Kristófer Helgason fyrir miðvörðinn Finn. Davíð segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar en í hópnum sem valinn var á föstudag voru aðeins tveir markverðir: „Ég var búinn að tala við Óla í síðustu viku um að vera með okkur. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og hugmyndin var alltaf að gera breytingu fyrir seinni leikinn, til að taka þrjá markmenn með út. Fyrst við þurftum að gera breytingu núna þá gerðum við þetta bara strax. Sveinn Margeir er svo búinn að standa sig mjög vel í góðu liði KA, er ferskur og kemur á fullri ferð inn.“
Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Fótbolti Tengdar fréttir „Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32 Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16 „Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. 23. september 2022 09:32
Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM. 22. september 2022 22:16
„Eigum stóran séns á að gera vel“ Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. 22. september 2022 12:01