Kvíði, vöðvabólga, verkir og síþreyta – hvernig get ég fengið frelsi? Sara Pálsdóttir skrifar 15. september 2022 15:00 Fyrir allnokkrum árum var ég mjög veik. Ég var stöðugt kvíðin, óörugg og með brotna sjálfsmynd. Ég hafði glímt við vöðvabólgu í öxlum og herðum frá barnsaldri. Á fullorðinsárum fóru svo krónískir verkir í baki, herðum og hálsi að vera vart við sig. Síþreytan var þannig að ég vaknaði þreytt, var þreytt allan daginn, alla daga. Suma daga var ég orðin svo kvíðin og þreytt og verkjuð að ég átti orðið erfitt með að klára vinnudaginn. Samt var ég bara rétt ríflega þrítug, í góðu líkamlegu formi, borðaði hollan mat, lifði reglusömu lífi. Hvað gat verið að valda þessari sjúklegu vanlíðan? Kvíðinn hélt mér í stöðugu streituástandi – fight and flight mode. Stundum vaknaði ég á næturna í kvíðakasti og mikil vanlíðan og ótti helltist yfir mig. Ég hafði sífelldar áhyggjur af heilsu minni, var ég með vefjagigt? var ég að verða öryrki? var ég kannski með krabbamein í bakinu því þar var mér svo rosalega illt? Síþreytan tók sinn toll og það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði á morgnanna var hvað ég væri þreytt. Ég átti erfitt með að sitja kyrr klukkustundar fund vegna verkja í baki og herðum. Á sama tíma og ég remdist við að eiga eðlilegt líf, stunda vinnu, sinna barninu mínu, var allt erfitt og ég var farin að afplána lífið í stað þess að njóta þess. Ég reyndi allt sem mér datt í hug. Fór til lækna, sjúkraþjálfara, osteopata, í nálastungur, kírópraktora, bitkjálkasérfræðings, sálfræðinga – ekkert virkaði til að veita mér varanlegt frelsi. Árið 2019 fór ég að stunda hugleiðslu með þeim ásetningi að fá varanlegan bata frá þessum neikvæðu einkennum. Undur og stórmerki fóru að gerast í framhaldinu og með hugleiðslu, dáleiðslu og orkuheilun fór ég að ná undraverðum árangri með heilsu mína og líðan. Ég áttaði mig á því hvað var að valda þessum neikvæðu einkennum, þ.e. hverjar voru ræturnar og fjarlægja þær. Ég áttaði mig á því að ég hafði lifað í sjálfshatri og sjálfsniðurrifi allt mitt líf sem olli gríðarlegum sársauka og óheilbrigði innra með mér og var m.a. að valda kvíða. Ég áttaði mig á að ég hafði safnað áföllum lífsins fyrir inni í líkamanum mínum í formi neikvæðrar orku og í reynd hafði líkaminn minn verið yfirfullur af neikvæðri orku - sem var að skapa vöðvabólgu, verki, kvíða og vanlíðan. Ég sá að ég hafði verið með mjög óheilbrigt hugarfar þar sem ég hugsaði stöðugt neikvæðar hugsanir, kvíðahugsanir, þreytuhugsanir, of margar og of hraðar hugsanir, sem voru að skapa þetta óheilbrigði og þessa vanlíðan. Ég fór að átta mig á því að hver einasta hugsun er orka og að við mótum okkur sjálf, líf okkar, líðan og heilsu með því hvernig við hugsum dags daglega. Með því að stíga það skref að elska sjálfa mig skilyrðislaust, gera upp áföll fortíðarinnar og losa mig við þessa neikvæðu orku sem hafði setið föst innra með mér, með því að læra að stýra hugsunum mínum og líðan minni, tókst mér að fá algjört og varanlegt frelsi frá öllum þessum neikvæðu einkennum. Í dag lifi ég í heilbrigði, frelsi, gleði og mér líður ótrúlega vel. Ég finn aldrei fyrir þreytu né verkjum, ég hef öðlast heilbrigt og sterkt sjálfstraust og er loksins orðin sú manneskja sem mér var ætlað að vera og lifi því lífi sem ég vil lifa. Lífsgæðin og frelsið sem felst í því að losna undan þessum hræðilegu einkennum er vart hægt að lýsa með orðum. Að geta stýrt hugsunum sínum og þar með líðan (orkunni) sinni, er eitt mesta frelsi sem ég hef nokkurn tíma upplifað. Og það besta við það er að allir geta lært þetta! Í dag starfa ég við að hjálpa fólki að gera það sem ég gerði og fá frelsi frá krónískum neikvæðum einkennum eins og kvíða, þunglyndi, síþreytu og verkjum, með mjög góðum árangri. Ég bjó til prógramm sem heitir Frelsi frá kvíðasem felur í sér allt sem ég gerði til að fá mitt frelsi. Þar blandast saman annars vegar dáleiðslur og hins vegar kennsla, fræðsla og þjálfun. Í gegn um þetta prógramm lærir fólk að losa sig við rætur kvíða og annarra neikvæðra einkenna, sem og að stýra hugsunum sínum og líðan sinni, sem er lykillinn að varanlegu frelsi. Með því að blanda þessu tvennu saman hafa skjólstæðingar mínir verið að fá oft ótrúlega hraðan og mikinn bata. Í hverri viku sé ég einstaklinga, sem jafnvel hafa glímt við þunglyndi og kvíða í áratugi, fá frelsi og stíga inn í heilbrigði, gleði og horfa björtum augum á framtíðina. Það er enginn sigur sætari en sá að sigra kvíðann, taka stjórn yfir eigin heilsu og líðan og verða frjáls. Frelsið er í boði fyrir alla. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hvað veldur krónískum neikvæðum einkennum, bendi ég á facebook síðuna mína Frelsi frá kvíða. Einnig var ég nýlega gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið þar sem ég fór ítarlega yfir þær rætur sem valda kvíða, þunglyndi, krónískum verkjum og síþreytu ásamt því að krónískur magaverkur var dáleiddur í beinni út úr þáttastjórnandanum Davíð Wiium. Hvet alla sem hafa áhuga á að fræðast meira um þetta að horfa á hann. Höfundur er dáleiðari, frumkvöðull og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir allnokkrum árum var ég mjög veik. Ég var stöðugt kvíðin, óörugg og með brotna sjálfsmynd. Ég hafði glímt við vöðvabólgu í öxlum og herðum frá barnsaldri. Á fullorðinsárum fóru svo krónískir verkir í baki, herðum og hálsi að vera vart við sig. Síþreytan var þannig að ég vaknaði þreytt, var þreytt allan daginn, alla daga. Suma daga var ég orðin svo kvíðin og þreytt og verkjuð að ég átti orðið erfitt með að klára vinnudaginn. Samt var ég bara rétt ríflega þrítug, í góðu líkamlegu formi, borðaði hollan mat, lifði reglusömu lífi. Hvað gat verið að valda þessari sjúklegu vanlíðan? Kvíðinn hélt mér í stöðugu streituástandi – fight and flight mode. Stundum vaknaði ég á næturna í kvíðakasti og mikil vanlíðan og ótti helltist yfir mig. Ég hafði sífelldar áhyggjur af heilsu minni, var ég með vefjagigt? var ég að verða öryrki? var ég kannski með krabbamein í bakinu því þar var mér svo rosalega illt? Síþreytan tók sinn toll og það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði á morgnanna var hvað ég væri þreytt. Ég átti erfitt með að sitja kyrr klukkustundar fund vegna verkja í baki og herðum. Á sama tíma og ég remdist við að eiga eðlilegt líf, stunda vinnu, sinna barninu mínu, var allt erfitt og ég var farin að afplána lífið í stað þess að njóta þess. Ég reyndi allt sem mér datt í hug. Fór til lækna, sjúkraþjálfara, osteopata, í nálastungur, kírópraktora, bitkjálkasérfræðings, sálfræðinga – ekkert virkaði til að veita mér varanlegt frelsi. Árið 2019 fór ég að stunda hugleiðslu með þeim ásetningi að fá varanlegan bata frá þessum neikvæðu einkennum. Undur og stórmerki fóru að gerast í framhaldinu og með hugleiðslu, dáleiðslu og orkuheilun fór ég að ná undraverðum árangri með heilsu mína og líðan. Ég áttaði mig á því hvað var að valda þessum neikvæðu einkennum, þ.e. hverjar voru ræturnar og fjarlægja þær. Ég áttaði mig á því að ég hafði lifað í sjálfshatri og sjálfsniðurrifi allt mitt líf sem olli gríðarlegum sársauka og óheilbrigði innra með mér og var m.a. að valda kvíða. Ég áttaði mig á að ég hafði safnað áföllum lífsins fyrir inni í líkamanum mínum í formi neikvæðrar orku og í reynd hafði líkaminn minn verið yfirfullur af neikvæðri orku - sem var að skapa vöðvabólgu, verki, kvíða og vanlíðan. Ég sá að ég hafði verið með mjög óheilbrigt hugarfar þar sem ég hugsaði stöðugt neikvæðar hugsanir, kvíðahugsanir, þreytuhugsanir, of margar og of hraðar hugsanir, sem voru að skapa þetta óheilbrigði og þessa vanlíðan. Ég fór að átta mig á því að hver einasta hugsun er orka og að við mótum okkur sjálf, líf okkar, líðan og heilsu með því hvernig við hugsum dags daglega. Með því að stíga það skref að elska sjálfa mig skilyrðislaust, gera upp áföll fortíðarinnar og losa mig við þessa neikvæðu orku sem hafði setið föst innra með mér, með því að læra að stýra hugsunum mínum og líðan minni, tókst mér að fá algjört og varanlegt frelsi frá öllum þessum neikvæðu einkennum. Í dag lifi ég í heilbrigði, frelsi, gleði og mér líður ótrúlega vel. Ég finn aldrei fyrir þreytu né verkjum, ég hef öðlast heilbrigt og sterkt sjálfstraust og er loksins orðin sú manneskja sem mér var ætlað að vera og lifi því lífi sem ég vil lifa. Lífsgæðin og frelsið sem felst í því að losna undan þessum hræðilegu einkennum er vart hægt að lýsa með orðum. Að geta stýrt hugsunum sínum og þar með líðan (orkunni) sinni, er eitt mesta frelsi sem ég hef nokkurn tíma upplifað. Og það besta við það er að allir geta lært þetta! Í dag starfa ég við að hjálpa fólki að gera það sem ég gerði og fá frelsi frá krónískum neikvæðum einkennum eins og kvíða, þunglyndi, síþreytu og verkjum, með mjög góðum árangri. Ég bjó til prógramm sem heitir Frelsi frá kvíðasem felur í sér allt sem ég gerði til að fá mitt frelsi. Þar blandast saman annars vegar dáleiðslur og hins vegar kennsla, fræðsla og þjálfun. Í gegn um þetta prógramm lærir fólk að losa sig við rætur kvíða og annarra neikvæðra einkenna, sem og að stýra hugsunum sínum og líðan sinni, sem er lykillinn að varanlegu frelsi. Með því að blanda þessu tvennu saman hafa skjólstæðingar mínir verið að fá oft ótrúlega hraðan og mikinn bata. Í hverri viku sé ég einstaklinga, sem jafnvel hafa glímt við þunglyndi og kvíða í áratugi, fá frelsi og stíga inn í heilbrigði, gleði og horfa björtum augum á framtíðina. Það er enginn sigur sætari en sá að sigra kvíðann, taka stjórn yfir eigin heilsu og líðan og verða frjáls. Frelsið er í boði fyrir alla. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hvað veldur krónískum neikvæðum einkennum, bendi ég á facebook síðuna mína Frelsi frá kvíða. Einnig var ég nýlega gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið þar sem ég fór ítarlega yfir þær rætur sem valda kvíða, þunglyndi, krónískum verkjum og síþreytu ásamt því að krónískur magaverkur var dáleiddur í beinni út úr þáttastjórnandanum Davíð Wiium. Hvet alla sem hafa áhuga á að fræðast meira um þetta að horfa á hann. Höfundur er dáleiðari, frumkvöðull og fyrirlesari.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun