Takið ákvörðunina Sóley Kaldal skrifar 15. september 2022 08:00 Manstu þegar gluggarnir heima hjá þér fóru að leka, ofninn bilaði og þú áttir von á einu barni til viðbótar svo það bráðvantaði annað herbergi - en þú beiðst bara í nokkur ár þangað til að málið leystist af sjálfu sér? Nei ekki ég heldur. Það er vegna þess að heimurinn virkar ekki þannig. Þvert á móti stækka vandamálin því lengur sem kosið er að vanrækja þau. Árið 2013 var Laugarnesskóli kominn í hámarksafkastagetu, hvort sem litið var til fjölda kennslustofa, mötuneytis, íþróttahúss eða aðstöðu starfsmanna. Skólinn sendi frá sér neyðarkall. Þéttingarstefna borgaryfirvalda í Laugarnesinu og algjörlega fyrirsjáanleg aukning barna í hverfinu (börn birtast jú ekki umheiminum í einu vetfangi við 6 ára aldurinn) var skýr ábending um nauðsyn aðgerða til að styrkja innviði skólastarfsins, en núna 9 árum seinna hafa borgaryfirvöld ekkert aðhafst. Börnunum hefur hins vegar haldið áfram að fjölga jafnt og þétt og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram. Hver er þá staðan? Á meðan beðið er eftir Godot, nei ég meina Skóla- og frístundasviði, þá tapa nemendur Laugarnesskóla heilu kennslustundunum í hverri viku því þeir þurfa að ganga svo langt til að komast í íþróttir. Matsalurinn er eins og Látrabjarg og það er aðeins fyrir sérstaka hæfileika kokksins að reiddur er fram hádegismatur fyrir 568 börn úr eldhúsi sem er á pari við meðalheimiliseldhús. Verk- og listgreinakennsla lifir á hugmyndaauðgi og fjölhæfni kennara (jóga er listgrein er það ekki?) því húsnæði til hefðbundinnar verk- og listgreinakennslu annar engan veginn fjöldanum. Elsti bekkur skólans, 6. bekkur, getur ekki lengur verið í bekkjarkerfi og þau geta ekki einu sinni verið innan skólalóðarinnar. Þau læra nú í breytilegum námshópum í stúkunni á Laugardalsvelli. Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að börnin sem sitja og læra stærðfræði í íþróttamannvirki fá ekki að stunda íþróttir í íþróttamannvirki. Svo ekki sé ótalið áralangt tómlæti borgarinnar gagnvart viðhaldi húsakynna skólans sem bæði er kominn til ára sinna og sinnir margfalt fleiri börnum en nokkru sinni var lagt upp með. Laugarnesið er sprungið. Leikskólarnir eru sprungnir, grunnskólarnir eru sprungnir, frístundin er sprungin og íþróttafélögin eru sprungin. Þetta er allt saman löngu sprungið og borgaryfirvöld vita það. Rétt eins og húseigandinn sem neitar að axla ábyrgð, þá hefur þetta sinnuleysi margfaldað vandann yfir árin. Vissulega hafa verið teknir fundir, gerðar greiningar, settir saman stýrihópar og rýniteymi en það er allt í orði og ekkert á borði. Skólastjórnendur og foreldrafélagið eru sífellt beðin um fleiri gögn og ályktanir og á einhverjum tímapunkti voru komnar átta mögulegar útfærslur til umbóta en nú hefur þeim verið fækkað niður í þrjár. Hvar strandar málið? Skóla- og frístundasvið hefur tekið sér vel á annað ár til að melta með sér þessar tillögur. Sem foreldri hefur maður á tilfinningunni að þessi tillögunálgun hafi verið nýtt til að drepa málinu á dreif. Tillögunum fylgdi hvorki kostnaðarmat né tímalína enda kjörið að láta fólk þrasa um illa skilgreindar hugmyndir til að tryggja að þau komist aldrei að niðurstöðu. „Af hverju byggja þau ekki bara við skólann?“ spurði barnið og hefði getað sparað borgaryfirvöldum stórfé síðasta áratuginn, því augljósasti kosturinn er ennþá sá lang vænlegasti: Stækkið skólahúsnæðið! Það er tillaga nr. 1. Sú tillaga sem hagaðilar styðja eindregið. Að baki hinum tveimur tillögunum liggja engin kennslufræðileg, samfélagsleg eða borgarmenningarleg rök. Það er lágmark að slíkt liggi fyrir ef það á að stokka upp í fyrirkomulagi skólahalds sem hefur verið framúrskarandi áratugum saman. Á síðasta fundi ráðsins var því heitið að ákvörðun yrði tekin á næsta fundi þess sem er fyrirhugaður mánudaginn 19. september nk. Sérhver vegferð, sama hversu stór hún er, hefst á einu skrefi. Borgin hefur staðið á brúninni og þráskallast við að taka skrefið eins og hræddur ungi í hreiðri. Kæra Skóla- og frístundasvið, nú er mál að linni. Í guðanna bænum takið ákvörðun svo hægt sé að taka næstu skref í þessari mikilvægu vegferð. Laugarnesskóli er sögufrægur skóli, einn sá elsti í Reykjavík og bæði skólinn og sú menning sem þar hefur skapast er okkur íbúunum afar kær. Skólinn og allir aðstandendur hans hafa unnið vinnuna sína. Við biðjum ykkur um að vinna ykkar. Höfundur er foreldri í Laugarnesinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Manstu þegar gluggarnir heima hjá þér fóru að leka, ofninn bilaði og þú áttir von á einu barni til viðbótar svo það bráðvantaði annað herbergi - en þú beiðst bara í nokkur ár þangað til að málið leystist af sjálfu sér? Nei ekki ég heldur. Það er vegna þess að heimurinn virkar ekki þannig. Þvert á móti stækka vandamálin því lengur sem kosið er að vanrækja þau. Árið 2013 var Laugarnesskóli kominn í hámarksafkastagetu, hvort sem litið var til fjölda kennslustofa, mötuneytis, íþróttahúss eða aðstöðu starfsmanna. Skólinn sendi frá sér neyðarkall. Þéttingarstefna borgaryfirvalda í Laugarnesinu og algjörlega fyrirsjáanleg aukning barna í hverfinu (börn birtast jú ekki umheiminum í einu vetfangi við 6 ára aldurinn) var skýr ábending um nauðsyn aðgerða til að styrkja innviði skólastarfsins, en núna 9 árum seinna hafa borgaryfirvöld ekkert aðhafst. Börnunum hefur hins vegar haldið áfram að fjölga jafnt og þétt og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram. Hver er þá staðan? Á meðan beðið er eftir Godot, nei ég meina Skóla- og frístundasviði, þá tapa nemendur Laugarnesskóla heilu kennslustundunum í hverri viku því þeir þurfa að ganga svo langt til að komast í íþróttir. Matsalurinn er eins og Látrabjarg og það er aðeins fyrir sérstaka hæfileika kokksins að reiddur er fram hádegismatur fyrir 568 börn úr eldhúsi sem er á pari við meðalheimiliseldhús. Verk- og listgreinakennsla lifir á hugmyndaauðgi og fjölhæfni kennara (jóga er listgrein er það ekki?) því húsnæði til hefðbundinnar verk- og listgreinakennslu annar engan veginn fjöldanum. Elsti bekkur skólans, 6. bekkur, getur ekki lengur verið í bekkjarkerfi og þau geta ekki einu sinni verið innan skólalóðarinnar. Þau læra nú í breytilegum námshópum í stúkunni á Laugardalsvelli. Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að börnin sem sitja og læra stærðfræði í íþróttamannvirki fá ekki að stunda íþróttir í íþróttamannvirki. Svo ekki sé ótalið áralangt tómlæti borgarinnar gagnvart viðhaldi húsakynna skólans sem bæði er kominn til ára sinna og sinnir margfalt fleiri börnum en nokkru sinni var lagt upp með. Laugarnesið er sprungið. Leikskólarnir eru sprungnir, grunnskólarnir eru sprungnir, frístundin er sprungin og íþróttafélögin eru sprungin. Þetta er allt saman löngu sprungið og borgaryfirvöld vita það. Rétt eins og húseigandinn sem neitar að axla ábyrgð, þá hefur þetta sinnuleysi margfaldað vandann yfir árin. Vissulega hafa verið teknir fundir, gerðar greiningar, settir saman stýrihópar og rýniteymi en það er allt í orði og ekkert á borði. Skólastjórnendur og foreldrafélagið eru sífellt beðin um fleiri gögn og ályktanir og á einhverjum tímapunkti voru komnar átta mögulegar útfærslur til umbóta en nú hefur þeim verið fækkað niður í þrjár. Hvar strandar málið? Skóla- og frístundasvið hefur tekið sér vel á annað ár til að melta með sér þessar tillögur. Sem foreldri hefur maður á tilfinningunni að þessi tillögunálgun hafi verið nýtt til að drepa málinu á dreif. Tillögunum fylgdi hvorki kostnaðarmat né tímalína enda kjörið að láta fólk þrasa um illa skilgreindar hugmyndir til að tryggja að þau komist aldrei að niðurstöðu. „Af hverju byggja þau ekki bara við skólann?“ spurði barnið og hefði getað sparað borgaryfirvöldum stórfé síðasta áratuginn, því augljósasti kosturinn er ennþá sá lang vænlegasti: Stækkið skólahúsnæðið! Það er tillaga nr. 1. Sú tillaga sem hagaðilar styðja eindregið. Að baki hinum tveimur tillögunum liggja engin kennslufræðileg, samfélagsleg eða borgarmenningarleg rök. Það er lágmark að slíkt liggi fyrir ef það á að stokka upp í fyrirkomulagi skólahalds sem hefur verið framúrskarandi áratugum saman. Á síðasta fundi ráðsins var því heitið að ákvörðun yrði tekin á næsta fundi þess sem er fyrirhugaður mánudaginn 19. september nk. Sérhver vegferð, sama hversu stór hún er, hefst á einu skrefi. Borgin hefur staðið á brúninni og þráskallast við að taka skrefið eins og hræddur ungi í hreiðri. Kæra Skóla- og frístundasvið, nú er mál að linni. Í guðanna bænum takið ákvörðun svo hægt sé að taka næstu skref í þessari mikilvægu vegferð. Laugarnesskóli er sögufrægur skóli, einn sá elsti í Reykjavík og bæði skólinn og sú menning sem þar hefur skapast er okkur íbúunum afar kær. Skólinn og allir aðstandendur hans hafa unnið vinnuna sína. Við biðjum ykkur um að vinna ykkar. Höfundur er foreldri í Laugarnesinu.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun