Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:41 Meðal gagna sem FBI lagði hald á voru leynileg gögn um kjarnorkuvopn erlendra ríkja. AP Photo/Jon Elswick Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. Washington Post greinir frá þessu, en ekki kemur þó fram hvaða ríki um ræðir. Skjalið er sagt þess eðlis að einungis núverandi forseti og aðrir í hans nánasta hring eigi að hafa haft aðgang að téðum upplýsingum. Alls lagði Alríkislögreglan hald á um 11 þúsund skjöl í 33 kössum á heimili Trumps og snýr rannsóknin meðal annars að því hvort að vera þeirra á heimili forsetans fyrrverandi kunni að hafa ógnað þjóðaröryggi. Fundust meðal annars rúmlega hundrað trúnaðarskjöl, meðal annars á skrifstofu forsetans fyrrverandi. Í frétt blaðsins kemur ekki fram hvar á heimili Trumps skjalið með kjarnorkuupplýsingum hins erlenda ríkis fundust eða þá til hvaða ráðstafana var búið að grípa til að vernda þau. Undanfarnar vikur hafur alríkislögreglan lagt kapp á að komast yfir gögn sem grunur var um að Trump hefði tekið með sér af forsetaskrifstofunni. Húsleit lögreglunnar fór fram á heimili hans í síðasta mánuði en lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn og skjöl, sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem au voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefði ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá stahæfðu lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði farið fram. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu veri falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem var gert 8. ágúst. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Washington Post greinir frá þessu, en ekki kemur þó fram hvaða ríki um ræðir. Skjalið er sagt þess eðlis að einungis núverandi forseti og aðrir í hans nánasta hring eigi að hafa haft aðgang að téðum upplýsingum. Alls lagði Alríkislögreglan hald á um 11 þúsund skjöl í 33 kössum á heimili Trumps og snýr rannsóknin meðal annars að því hvort að vera þeirra á heimili forsetans fyrrverandi kunni að hafa ógnað þjóðaröryggi. Fundust meðal annars rúmlega hundrað trúnaðarskjöl, meðal annars á skrifstofu forsetans fyrrverandi. Í frétt blaðsins kemur ekki fram hvar á heimili Trumps skjalið með kjarnorkuupplýsingum hins erlenda ríkis fundust eða þá til hvaða ráðstafana var búið að grípa til að vernda þau. Undanfarnar vikur hafur alríkislögreglan lagt kapp á að komast yfir gögn sem grunur var um að Trump hefði tekið með sér af forsetaskrifstofunni. Húsleit lögreglunnar fór fram á heimili hans í síðasta mánuði en lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn og skjöl, sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem au voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefði ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá stahæfðu lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði farið fram. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu veri falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem var gert 8. ágúst.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31
Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34
Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50