Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:41 Meðal gagna sem FBI lagði hald á voru leynileg gögn um kjarnorkuvopn erlendra ríkja. AP Photo/Jon Elswick Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. Washington Post greinir frá þessu, en ekki kemur þó fram hvaða ríki um ræðir. Skjalið er sagt þess eðlis að einungis núverandi forseti og aðrir í hans nánasta hring eigi að hafa haft aðgang að téðum upplýsingum. Alls lagði Alríkislögreglan hald á um 11 þúsund skjöl í 33 kössum á heimili Trumps og snýr rannsóknin meðal annars að því hvort að vera þeirra á heimili forsetans fyrrverandi kunni að hafa ógnað þjóðaröryggi. Fundust meðal annars rúmlega hundrað trúnaðarskjöl, meðal annars á skrifstofu forsetans fyrrverandi. Í frétt blaðsins kemur ekki fram hvar á heimili Trumps skjalið með kjarnorkuupplýsingum hins erlenda ríkis fundust eða þá til hvaða ráðstafana var búið að grípa til að vernda þau. Undanfarnar vikur hafur alríkislögreglan lagt kapp á að komast yfir gögn sem grunur var um að Trump hefði tekið með sér af forsetaskrifstofunni. Húsleit lögreglunnar fór fram á heimili hans í síðasta mánuði en lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn og skjöl, sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem au voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefði ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá stahæfðu lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði farið fram. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu veri falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem var gert 8. ágúst. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Washington Post greinir frá þessu, en ekki kemur þó fram hvaða ríki um ræðir. Skjalið er sagt þess eðlis að einungis núverandi forseti og aðrir í hans nánasta hring eigi að hafa haft aðgang að téðum upplýsingum. Alls lagði Alríkislögreglan hald á um 11 þúsund skjöl í 33 kössum á heimili Trumps og snýr rannsóknin meðal annars að því hvort að vera þeirra á heimili forsetans fyrrverandi kunni að hafa ógnað þjóðaröryggi. Fundust meðal annars rúmlega hundrað trúnaðarskjöl, meðal annars á skrifstofu forsetans fyrrverandi. Í frétt blaðsins kemur ekki fram hvar á heimili Trumps skjalið með kjarnorkuupplýsingum hins erlenda ríkis fundust eða þá til hvaða ráðstafana var búið að grípa til að vernda þau. Undanfarnar vikur hafur alríkislögreglan lagt kapp á að komast yfir gögn sem grunur var um að Trump hefði tekið með sér af forsetaskrifstofunni. Húsleit lögreglunnar fór fram á heimili hans í síðasta mánuði en lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn og skjöl, sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem au voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefði ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá stahæfðu lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði farið fram. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu veri falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem var gert 8. ágúst.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31
Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34
Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50