ÍBV byrjaði frábærlega í Víkinni og var 2-0 yfir eftir aðeins 17 mínútur. Logi hafði minnkað muninn niður í eitt mark er hann elti langan bolta inn fyrir vörn gestanna. Jón Kristinn kom á fleygiferð út úr markinu og stökk upp á móti Loga eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Logi steinlá og Pétur Guðmundsson, dómari leiksins, átti ekki annarra kosta völ en að senda markvörðinn unga af velli. Manni færri virtist ÍBV ætla að halda út en Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í uppbótartíma og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.
Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.