Ákall til alþingismanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2022 09:31 Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sveitarstjórnarmál Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun