Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 10. nóvember 2024 08:30 Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun