Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun