Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 15:33 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37
Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35