Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 15:33 Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu spítalans, segir það slæman kost að yfirleggja á legudeildir en það sé þó skárra en að hafa alla sjúklinga í einni kös á bráðamóttökunni. Það eru auðvitað engin nýmæli að krísuástand sé á bráðamóttökunni. Í sumar var mikið um uppsagnir hjá starfsfólki á bráðamóttöku og mikið hefur fjallað undanfarið um mönnunarvanda spítalans. Heimild er fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Um 59 stöðugildi eru nú mönnuð og því um þriðjungur stöðugilda sem eru ómönnuð. Undanfarin ár hefur fjöldi sjúkrarúma einnig fækkað hlutfallslega í samanburði við aukningu verkefna. Tilraun til að létta álag „Það hefur sorfið verulega af bráðamóttökunni. Starfsfólkið segir okkur að ef það væri ekki svo margir á göngunum væri mun betra að vinna hérna. Með því að taka þetta stig, er að minnsta kosti gerð tilraun til þess að minnka álagið. Við settum þetta af stað fyrir viku síðan og erum að reyna að vinna að þessu og viðhalda þessari ákvörðun,“ segir Már Kristjánsson. Fólki verður þó enn ráðstafað þannig að einstaklingur sem á við geðrænan vanda að stríða verði ekki lagður inn á hjartadeild, sem dæmi. Fjölveikir einstaklingar, einstaklingar með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma, hafa undanfarið að miklu leyti þurft að leggjast inn á ganga bráðamóttökunnar, að sögn Más. „Við höfum verið að þróa með okkur bráðalyflækningadeild sem er staðsett í Fossvogi og það er fyrsti áfangastaður fyrir fjölveika, eða aðrar legudeildir sem hafa pláss. Þessir einstaklingar voru gjarnan á göngunum á Bráðamóttökunni en við viljum dreifa þeim á legudeildir.“ Ekki til eftirbreytni Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í tilefni menningarnætur þar sem fyrirséð var að álagið myndi aukast. „Við stefnum að því að hafa minnst tíu á göngum, en legudeildirnar eru ekki í stakk búnar til þess að höndla það, þannig við byrjum nú á fimmtán. Þetta er í rauninni gert þar sem mikið hefur verið um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og mikil þreyta. Þannig dreifum við á legudeildir til þess að það séu tiltölulega fáir á hverri deild.“ Hann ítrekar að fyrrgreint fyrirkomulag sé hvorki ákjósanlegt né til eftirbreytni, enda sé ekki gott að hafa marga sjúklinga á legudeildum á móti hverjum heilbrigðisstarfsmanni. Skárra sé það þó en að hafa svo marga inniliggjandi á legudeildum en á bráðamóttöku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37 Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn. 17. ágúst 2022 13:59
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19. ágúst 2022 23:37
Gætu tekið á móti fleiri læknanemum á Akureyri Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt. 22. ágúst 2022 06:35