Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun þar sem farið er yfir helstu tíðindi næturinnar. Þar segir að tilkynnt hafi verið um slagsmál í Múlunum og um líkamsárás í Breiðholti.
Þá hafi verið tilkynnt um slys í miðvænum en þar hafði einstaklingur fallið í jörðina. Hann var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í Múlunum en þar hafði einhver barið múrsteini í hús og bifreið þess sem tilkynnti málið.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings í annarlegu ástandi. Sá var handtekinn en hann er grunaður um vörslu fíkniefna og var vistaður í fangaklefa þar til hægt er að ræða við hann.
Einn ökumaður var stöðvaður í miðbænum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er ökumaðurinn einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Annar ökumaður var stöðvaður í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá var tilkynnt um tvö inbrot í heimahúsi í Kópavogi í nótt.
Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að eldur hafi komið upp í fjölbýlishúsi í Laugardal í nótt en það var síðdegis í gær.