Gunna Dís birti myndir af ferðalagi þeirra hjóna og fjölskyldunnar á Instagram á dögunum. Kristján er fyrrverandi sveitastjóri Norðurþings þar sem hjónin bjuggu saman.
Gunna Dís flutti aftur í bæinn nýlega þar sem hún hóf á ný störf við dagskrárgerð hjá RÚV.
Leiðir þeirra lágu á tímabili í sundur en ástin virðist aftur vera við völd, og hreinlega blómstra.
Kristján Þór flutti aftur í bæinn eftir að hann lét af störfum sem sveitarstjóri eftir sveitastjórnarkosningarnar í maí síðastliðinn.