Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 08:00 Danijel Dejan Djuric jafnaði metin gegn uppeldisfélagi sínu. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. Það var lítið flæði á leiknum framan af vegna mikilla meiðsla. Breiðablik þurfti að gera eina skiptingu í fyrri hálfleik og aðra í hálfleik á meðan Víkingar þurftu að gera tvær í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks átti Dagur Dan Þórhallsson frábæran sprett á hægri vængnum. Viktor Örlygur Andrason, sem var kominn í vinstri bakvörð vegna meiðsla Loga Tómassonar kom engum vörnum við og Dagur Dan renndi boltanum á varamanninn Sölva Snæ Guðbjargarson sem kom Blikum yfir, staðan 1-0 í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin jöfnuðu gestirnir metin. Danijel Dejan Djuric, sem er uppalinn í Breiðablik en leikur nú með Víking, fann Ara Sigurpálsson úti vinstra megin. Ari kom inn á hægri fótinn og lét vaða á markið. Boltinn fór af stönginni og út í teiginn þar sem Danijel var fyrstur að átta sig og negldi boltanum í netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur. Víkingum tókst ekki að nýta sér að það vera manni fleiri síðasta stundarfjórðung leiksins eftir að Damir Muminovic fékk sitt annað gula spjald undir lok leiks. Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar með 39 stig eftir 17 leiki. Þar á eftir kemur KA með 33 og svo Víkingur með 31 en Íslandsmeistararnir eiga leik til góða. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 1-1 Víkingur Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. 15. ágúst 2022 22:20 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Það var lítið flæði á leiknum framan af vegna mikilla meiðsla. Breiðablik þurfti að gera eina skiptingu í fyrri hálfleik og aðra í hálfleik á meðan Víkingar þurftu að gera tvær í fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks átti Dagur Dan Þórhallsson frábæran sprett á hægri vængnum. Viktor Örlygur Andrason, sem var kominn í vinstri bakvörð vegna meiðsla Loga Tómassonar kom engum vörnum við og Dagur Dan renndi boltanum á varamanninn Sölva Snæ Guðbjargarson sem kom Blikum yfir, staðan 1-0 í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin jöfnuðu gestirnir metin. Danijel Dejan Djuric, sem er uppalinn í Breiðablik en leikur nú með Víking, fann Ara Sigurpálsson úti vinstra megin. Ari kom inn á hægri fótinn og lét vaða á markið. Boltinn fór af stönginni og út í teiginn þar sem Danijel var fyrstur að átta sig og negldi boltanum í netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur. Víkingum tókst ekki að nýta sér að það vera manni fleiri síðasta stundarfjórðung leiksins eftir að Damir Muminovic fékk sitt annað gula spjald undir lok leiks. Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar með 39 stig eftir 17 leiki. Þar á eftir kemur KA með 33 og svo Víkingur með 31 en Íslandsmeistararnir eiga leik til góða. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 1-1 Víkingur
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. 15. ágúst 2022 22:20 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. 15. ágúst 2022 22:20
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22