Lífið

Brækur sem brjóstahöld og öfugir bikinítoppar nýjasta æðið

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Það eru margar leiðir til að nota gamla þríhyrninga bikinítoppinn. 
Það eru margar leiðir til að nota gamla þríhyrninga bikinítoppinn.  Instagram/Samsett mynd

Neyðin kennir naktri konu að spinna og greinilega líka að endurnýta sundfötin á alla kanta, samkvæmt skemmtilegu sundfata-æði á samfélagsmiðlum. 

Snúa við, upp og niður!

Til að undirbúa sig fyrir ströndina eða sólríka sumardaga hér á landi þarf auðvitað fyrst og fremst að huga að góðri sólarvörn og drekka vel af vatni. Svo er það valið á hentugum sundfatnaði.

Sundfatnaði sem stenst helstu gæðakröfur og tískustrauma, þá flækjast nú málin - Eða hvað?

Samkvæmt nýlegu æði á TikTok og Instagram eiga þríhyrninga bikinítopparnir nú að snúa öfugt. Ekki á röngunni, heldur á hvolfi. Bandið sem bindur yfirleitt toppinn um bakið, fer núna um hálsinn, og öfugt.

Flókið?

Kardashian systur eru frægar fyrir að koma af stað ýmiskonar tískubylgjum og eru þær sagðar líklega hafa byrjað þetta trend.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af útfærslunni, bæði hjá Kardashian systrum og nokkrum íslenskum áhrifavöldum.

Buxur sem toppar

Annað æði sem ruddi sér rúms á samfélagsmiðlum fyrir rúmu ári síðan er að nota bikiníbuxur eða nærbrækur sem toppa eða brjóstahöld.

TikTok áhrifavaldurinn Jordyn (@jmegss) virðist hafa byrjað þessa bylgju með birtingum á nokkrum myndböndum á TikTok þar sem hún sýnir mismunandi útfærslur.

Yfir 700 þúsund manns hafa séð myndbandið hér fyrir neðan á TikTok en þar sýnir Jordyn hvernig hún breytir tveimur bikiníbuxum í einn topp.

Hér fyrir neðan má sjá hana nota eitt par af bikiníbuxum sem eins hlýra bikinítopp.

Það ætti því engin að örvænta þegar kemur að því að velja sundföt fyrir ferðalagið í sumar því samkvæmt þessu er greinilega allt leyfilegt í heimi sundfatatískunnar og möguleikarnir endalausir. Svo lengi sem að fólk notar ekki sundfötin sem húfu eða hanska ætti útfærslan að sleppa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×