Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 06:39 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Karolinska Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira