Mörkin: Karl Friðleifur skoraði tvö er Víkingur skaut Malmö skelk í bringu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 20:00 Karl Friðleifur Gunnarsson fagnar öðru af mörkum sínum á Víkingsvelli í gær, miðvikudag. Vísir/Hulda Margrét Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins. Það var mikið um dýrðir í Víkinni í gær, bæði innan vallar sem utan. Frammistaðan inn á vellinum var lengst um frábær og það sama má segja um frammistöðu Víkinga í stúkunni. Líkt og í fyrri leiknum var nóg af færum og nóg af mörkum. Karl Friðleifur kom Víkingum yfir með góðu skoti þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn reyndu að bæta við en fundu ekki glufur á þéttri vörn gestanna. Þegar líða tók á fyrri hálfleik náðu gestirnir öllum völdum á vellinum og skoruðu tvívegis áður en flautað var til hálfleiks. Síðara markið einkar súrt þar sem Halldór Smári Sigurðsson, miðvörður Víkings, var nýfarinn af velli en við það riðlaðist leikur þeirra töluvert. Til að gera vont enn verra þá bætti Malmö við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn gáfust þó ekki upp og minnkaði Nikolaj Hansen muninn ekki löngu síðar. Hansen kom boltanum í netið úr nær ómögulegu færi.Vísir/Hulda Margrét Víkingar jöfnuðu svo metin eftir frábærlega útfærða hornspyrnu þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Pablo Punyed og Viktor Örlygur Andrason léku sín á milli út við hornfána, miðjumaðurinn magnaði frá El Salvador lyfti boltanum inn á teig þar sem áðurnefndur Hansen skallaði boltann í átt að marki og Karl Friðleifur kom tuðrunni yfir línuna. Staðan orðin 3-3 og því miður reyndust það lokatölur leiksins. Malmö fer því áfram en Víkingur fer í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Mörkin má sjá hér að neðan í lýsingu Gumma Ben. Klippa: Mörkin: Víkingur 3-3 Malmö Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í Víkinni í gær, bæði innan vallar sem utan. Frammistaðan inn á vellinum var lengst um frábær og það sama má segja um frammistöðu Víkinga í stúkunni. Líkt og í fyrri leiknum var nóg af færum og nóg af mörkum. Karl Friðleifur kom Víkingum yfir með góðu skoti þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn reyndu að bæta við en fundu ekki glufur á þéttri vörn gestanna. Þegar líða tók á fyrri hálfleik náðu gestirnir öllum völdum á vellinum og skoruðu tvívegis áður en flautað var til hálfleiks. Síðara markið einkar súrt þar sem Halldór Smári Sigurðsson, miðvörður Víkings, var nýfarinn af velli en við það riðlaðist leikur þeirra töluvert. Til að gera vont enn verra þá bætti Malmö við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn gáfust þó ekki upp og minnkaði Nikolaj Hansen muninn ekki löngu síðar. Hansen kom boltanum í netið úr nær ómögulegu færi.Vísir/Hulda Margrét Víkingar jöfnuðu svo metin eftir frábærlega útfærða hornspyrnu þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Pablo Punyed og Viktor Örlygur Andrason léku sín á milli út við hornfána, miðjumaðurinn magnaði frá El Salvador lyfti boltanum inn á teig þar sem áðurnefndur Hansen skallaði boltann í átt að marki og Karl Friðleifur kom tuðrunni yfir línuna. Staðan orðin 3-3 og því miður reyndust það lokatölur leiksins. Malmö fer því áfram en Víkingur fer í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Mörkin má sjá hér að neðan í lýsingu Gumma Ben. Klippa: Mörkin: Víkingur 3-3 Malmö Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30 Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“ „Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi. 12. júlí 2022 21:51
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur-Malmö 3-3 | Víkingar geta borið höfuðið hátt Víkingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlega tvo leiki gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö heima og að heiman. Víkingar fara nú í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og geta borið höfuðið hátt eftir frábærar frammistöður gegn jafn sterkum mótherja og raun bar vitni. 12. júlí 2022 22:30
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. 12. júlí 2022 12:00