Í tilkynningu fjölskyldunnar segir að Caan hafi fallið frá í gærkvöldi, 6. júlí.
Caan er hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Godfather og Brian‘s Song. Hann lék einnig í Misery, Dick Tracy, Thief og mörgum öðrum myndum og þáttaröðum.
James Edmund Caan fæddist í Now York árið 1940 en hann lifði stormasömu lífi í gegnum árin.
Leikaraferill hans tók stakkaskiptum eftir að hann lék í Brian‘s Song. Þá réði Francis Ford Coppola hann til að leika hinn blóðheita Santino Corleone í Godfather eitt og tvö.
It is with great sadness that we inform you of the passing of Jimmy on the evening of July 6.
— James Caan (@James_Caan) July 7, 2022
The family appreciates the outpouring of love and heartfelt condolences and asks that you continue to respect their privacy during this difficult time.
End of tweet