Gunnhildur Yrsa á því að ungu leikmennirnir geti líka hjálpað þeim eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 16:01 Reynsluboltarnir Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ganga hér til móts við íslensku blaðamannana ásamt Ómari Smárasyni hjá KSÍ. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mjög spennandi lið byggt upp á reynslumiklum kjarna og í viðbót er komin inn í liðið ein af flottari kynslóðum íslenska kvennafótboltans. Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Oftar en ekki er talað um að þessar yngri njóti góðs af því að spila með reyndari leikmönnum, sem er auðvitað hárrétt, en þetta gengur líka hina leiðina til baka ef marka má einn af leiðtogum íslenska liðsins, varafyrirliðann Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. „Við erum mjög spenntar og búnar að eiga mjög góðan undirbúning, bæði á Íslandi en svo áttum við góðan leik á móti Póllandi, fórum til Puma og nú erum við loksins mættar til Englands,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Það er búið að vera svolítið geggjað að vera svolítið afsíðis síðustu daga og geta bara einbeitt sér að því að undirbúa sig fyrir EM. Puma var geggjað og ég er ánægð með að við náðum inn þessum leik á móti Póllandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa og leikurinn á móti Pólverjum, sem vannst 3-1, var nýttur vel. „Við erum búin að vinna úr honum því sem við þurftu að vinna úr og erum tilbúnar í fyrsta leik,“ sagði Gunnhildur Yrsa og spennustigið í hópnum verður á réttum stað. „Það góða við þennan hóp er þetta eru svo magnaðar stelpur og þótt að spennustigið sé eflaust hátt þá eru allir að díla við það vel. Ég held að maður þurfi að vera svolítið spenntur og stressaður fyrir svona leik. Við þurfum að finna jafnvægið á því og mæta til leiks með sjálfstraust,“ sagði Gunnhildur. Gunnhildur Yrsa er reynslumikil og þekkir það vel að vera í þessari stöðu nú þegar aðeins nokkrar dagar eru í EM. „Ég reyni að hjálpa til eins mikið og ég get. Ungu leikmennirnir geta líka hjálpað okkur eldri. Þetta er góða blanda af leikmönnum og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Gunnhildur sem talar vel um liðsfélaga sína. „Þetta er svo skemmtilegur hópur að ég get eiginlega ekki lýst þessu. Það er alltaf gaman á æfingu og við erum alltaf að hverja hverja aðra áfram til að vera betri. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær,“ sagði Gunnhildur Yrsa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira