Fyrri kosturinn varð fyrir valinu. Hann hafi þótt betri en sá seinni og töskunum verði komið til Íslands eftir einhverjum leiðum.
Fréttastofa fór á Leifsstöð í gær til að ná tali af farþegum sem voru að koma frá Schiphol-vellinum en ástandið þar er sagt eitt það alversta í Evrópu. Reglulega myndast þar lygilega langar raðir, til dæmis í gær þegar röð í öryggisleit náði nokkra kílómetra út frá vellinum. Þar beið fólk jafnvel í marga klukkutíma eftir að komast í gegn um leit og inn í flugstöðina.
Wow. Line for security @Schiphol in Amsterdam. Tents built outside cannot accommodate lines. You are seeing 60% of line. #EAU22 pic.twitter.com/HB0hCoERjS
— Arvin George (@arvinkgeorge) July 4, 2022
„Þetta byrjar bara á röðinni í öryggisleitina. Hún er örugglega tveggja til þriggja kílómetra löng og fer út af vellinum og í nokkra hringi. Það var búið að setja upp svona partítjöld yfir hana,“ segir Carlos Garðar einn farþega sem komu með vél Icelandair í gær.
Hann flaug frá Schiphol ásamt vini sínum Berki Ísak Ólafssyni. Þeir vildu vera alveg öruggir með að ná fluginu sínu. „Við mættum 25 tímum fyrir flugið okkar upp á völl,“ segir Breki.
Alger ringulreið á vellinum
Og fleiri farþegar lýsa slæmri reynslu sinni af flugvellinum:
„ Það var hræðilegt, alveg hræðilegt,“ segir Christine Middlebrook frá Bandaríkjunum, sem flaug hingað til lands í gær frá Amsterdam. „Fyrst var hætta á bændamótmælum sem hefðu teppt veginn en við komumst út á flugvöll. En maður getur ekki skráð sig inn fyrr en fjórum tímum fyrir brottför svo maður kemur þangað fjórum tímum fyrir flugið og við vorum í biðröðinni að minnsta kosti í fjóra tíma,“ segir hún.
„Og svo var farangursafgreiðslan... Ég veit ekki hvað gerðist en það tókst ekki að koma töskunum okkar í flugvélina svo við höfum engar töskur.“
Annar Bandaríkjamaður Leon Maroney lýsir sama ástandi. Hann og fjölskylda hans voru ansi þreytt eftir ferðalagið enda biðu þau í þrjá tíma fyrir utan Schiphol völlinn áður en þau komust inn á flugstöðina.
„Það var alger ringulreið á flugvellinum, fólk beið í þrjá tíma eftir að komast inn á svæðið til að bíða eftir fluginu. Þetta var mjög slæmt og margar af töskunum, allar töskurnar, held ég, urðu eftir í Amsterdam. Við verðum hér í nokkra daga, farangurslaus.“
![](https://www.visir.is/i/476F91F3C130D8621AED6B2FF9F0ED9D51214F8AC8B2F58D9574E902E4370FE9_713x0.jpg)
Schiphol-völlur líklega verstur
Skortur á starfsfólki á flestum flugvöllum Evrópu er eitt helsta vandamálið sem íslensku félögin standa frammi fyrir því seinkun á flugi frá einum stað getur valdið miklu raski á öllu leiðakerfi flugfélags.
„Og það er ýmislegt í þessu alveg sérstaklega erfitt. Það er mjög mikið bókað með öllum okkar flugvélum og erfitt að koma fólki fyrir í önnur flug,“ segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.
![](https://www.visir.is/i/8DF3CE7741E88AD88C6416FC268738112B9679E55C2A90C73C4CCC8A073635E5_713x0.jpg)
Hann segir Schiphol ekki eina flugvöllinn þar sem vandamál sem þessi koma upp og nefnir sem dæmi Dublin, Manchester og Toronto þar sem ástandið hefur verið slæmt.
„En Amsterdam-flugvöllur er þó sýnu verstur,“ segir Jens.
Röðin á Schiphol í gær varð lygilega löng. Margir hafa misst af flugi sínu þar síðustu vikurnar, þar á meðal Íslendingar.
„Og okkur þykir þetta náttúrulega ákaflega leitt að farþegar okkar þurfi að upplifa þetta. En þetta er bara staðan því miður,“ segir Jens.