Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2022 20:06 Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira