Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2022 20:06 Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira