Beðið eftir réttlæti Helga Vala Helgadóttir skrifar 28. júní 2022 13:01 Þann 1. febrúar 2009, á miðju kjörtímabili, tók ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG við stjórnartaumunum á Íslandi. Ástæður stjórnarskiptana eru flestum minnisstæðar; Ísland var nær gjaldþrota vegna ákvarðana sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tóku á árunum 1999 til 2003 þegar helmingaskipti ríkiseigna áttu sér stað. Aðilar tengdir þessum tveimur stjórnmálaflokkum högnuðust gríðarlega þegar ríkisfyrirtæki voru seld í misgagnsæjum söluferlum. Bankarnir tveir Landsbankinn og Búnaðarbankinn tróna svo á toppnum þegar meta á spilltustu aðgerðir stjórnmálaafla á Íslandi fyrr og síðar eins og lesa má um í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Skýrslu, sem vert er að rýna í með jöfnu millibili. Í upphafi árs 2009 var ríkissjóður tómur, hallinn gríðarlegur og lánshæfi ríkissjóðs í sögulegum botni. Í ofanálag hafði herská hugmyndafræði í bland við dramb seðlabankastjóra kallað yfir okkur ýkt og að mörgu leyti ósanngjörn viðbrögð margra vinaþjóða. Við þessar aðstæður tók ný félagshyggjustjórn við. Víða í löndunum í kringum okkur var niðurskurðarhnífnum óspart beitt með alvarlegum afleiðingum fyrir millistétt og þau sem höllustum fæti stóðu í samfélögunum. Ríkisstjórn Íslands var þröngur stakkur sniðinn en tókst með ákveðnu þrekvirki að koma þjóðinni í gegnum erfiðustu krísu lýðveldistímans á þeim fjórum árum sem hún var við völd. Farin var leið skattahækkana í bland við niðurskurð, en allt gert til að verja viðkvæmustu hópana, draga úr atvinnuleysi og stöðnun samfélagsins. Þetta var gert þrátt fyrir hreint ótrúlega ómerkilega stjórnarandstöðu sem samanstóð af brennuvörgunum sem kunnu ekki að skammast sín og hugsuðu um það eitt að komast aftur til valda. Kröfðust jafnvel afhendingar lyklanna í miðju slökkvistarfi þrátt fyrir augljósa vangetu til slíks verks. Allt var gert til að lágmarka skerðingar hjá þeim hópum sem reiða sig á almannatryggingar. Halli ríkissjóðs var talinn í hundruðum milljarða á þessum tíma og lánshæfi skilyrt við raunhæfar áætlanir stjórnvalda. Það sem var á hreinu um leið og gripið var til þeirra aðgerða að skerða lífeyri var að þær áttu að vera tímabundnar rétt á meðan ríkissjóður kæmist fyrir vind. Vorið 2013 var kosið og ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna tók við. Lofað var í stjórnarsáttmála að afnema þessar tímabundnu skerðingar en nú níu árum og fimm ríkisstjórnum síðar hefur ekkert gerst. Tölurnar sýna svart á hvítu að kjaragliðnun er viðvarandi milli þeirra sem fá tekjur sínar frá almannatryggjum og annarra. Bilið milli lífeyris og lágmarkslauna breikkar sífellt. Viðbrögð núverandi ríkisstjórnar, þeirrar fimmtu frá 2013, hefur nú tekið af allan vafa um það hvað hún ætlar að gera varðandi kjör öryrkja og ellilífeyrisþega á kjörtímabilinu, aftur á að skipa starfshóp. Starfshópur sem á að skila af sér niðurstöðum eftir tvö ár! Mánuði fyrir kosningar haustið 2017 sagði Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu Bjarna Benediktssonar þáverandi forsætisráðherra: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Það eru fimm ár liðin og Katrín hefur verið forsætisráðherra frá því í nóvember sama ár. Starfshópurinn er skipaður núna og á að skila af sér eftir tvö ár. Fátækt fólk verður þá búið að bíða í sjö ár! Höfum það í huga sem Katrín sagði við sama tækifæri: „Það er pólitískt val, pólitísk ákvörðun.“ Sjálf hef ég ítrekað bent á það í ræðu og riti að það er ekki náttúrulögmál að fólk búi hér við sárafátækt heldur einmitt pólitísk ákvörðun ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Samfylkingin hefur ítrekað lagt það til frá 2013 að hlutur þeirra tekju- og eignaminnstu í landinu yrði leiðréttur. Samfélagið var á gríðarlegri siglingu allt til vorsins 2020 þegar Covid skall á en viðbrögð stjórnvalda fyrir Covid snerust ekki um að bæta kjör þessa hóps. Aðgerðir í Covid voru heldur ekki þeim fátækustu í vil. Skattar hafa markvisst verið lækkaðir á þá ríkustu í samfélaginu og nú þegar verðbólgan er farin á fleygiferð eru það þeir sem minnst hafa á milli handanna sem bera þyngstu byrðarnar. Ákall okkar í Samfylkingunni um tímabundnar aðgerðir til að létta á tekjulægstu hópunum hefur verið mætt af fullkomnu fálæti af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þegar svo við bætist að skipaður er starfshópur sem ekki á að bretta upp ermar heldur teygja lopann fram að næstu kosningum þá er áhugaleysið alltumlykjandi. Þegar nýi starfshópurinn, sem svo sannarlega er enginn spretthópur, skilar niðurstöðum sínum verða 11 ár liðin frá því að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu að afnema skerðingarnar og sjö ár frá því að Katrín sagði stjórnvöld ekki eiga að biðja fátækt fólk um að bíða. Við þurfum alvöru breytingar og réttlæti samfara þeim en ekki fleiri skýrslur og engar efndir. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þann 1. febrúar 2009, á miðju kjörtímabili, tók ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG við stjórnartaumunum á Íslandi. Ástæður stjórnarskiptana eru flestum minnisstæðar; Ísland var nær gjaldþrota vegna ákvarðana sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tóku á árunum 1999 til 2003 þegar helmingaskipti ríkiseigna áttu sér stað. Aðilar tengdir þessum tveimur stjórnmálaflokkum högnuðust gríðarlega þegar ríkisfyrirtæki voru seld í misgagnsæjum söluferlum. Bankarnir tveir Landsbankinn og Búnaðarbankinn tróna svo á toppnum þegar meta á spilltustu aðgerðir stjórnmálaafla á Íslandi fyrr og síðar eins og lesa má um í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Skýrslu, sem vert er að rýna í með jöfnu millibili. Í upphafi árs 2009 var ríkissjóður tómur, hallinn gríðarlegur og lánshæfi ríkissjóðs í sögulegum botni. Í ofanálag hafði herská hugmyndafræði í bland við dramb seðlabankastjóra kallað yfir okkur ýkt og að mörgu leyti ósanngjörn viðbrögð margra vinaþjóða. Við þessar aðstæður tók ný félagshyggjustjórn við. Víða í löndunum í kringum okkur var niðurskurðarhnífnum óspart beitt með alvarlegum afleiðingum fyrir millistétt og þau sem höllustum fæti stóðu í samfélögunum. Ríkisstjórn Íslands var þröngur stakkur sniðinn en tókst með ákveðnu þrekvirki að koma þjóðinni í gegnum erfiðustu krísu lýðveldistímans á þeim fjórum árum sem hún var við völd. Farin var leið skattahækkana í bland við niðurskurð, en allt gert til að verja viðkvæmustu hópana, draga úr atvinnuleysi og stöðnun samfélagsins. Þetta var gert þrátt fyrir hreint ótrúlega ómerkilega stjórnarandstöðu sem samanstóð af brennuvörgunum sem kunnu ekki að skammast sín og hugsuðu um það eitt að komast aftur til valda. Kröfðust jafnvel afhendingar lyklanna í miðju slökkvistarfi þrátt fyrir augljósa vangetu til slíks verks. Allt var gert til að lágmarka skerðingar hjá þeim hópum sem reiða sig á almannatryggingar. Halli ríkissjóðs var talinn í hundruðum milljarða á þessum tíma og lánshæfi skilyrt við raunhæfar áætlanir stjórnvalda. Það sem var á hreinu um leið og gripið var til þeirra aðgerða að skerða lífeyri var að þær áttu að vera tímabundnar rétt á meðan ríkissjóður kæmist fyrir vind. Vorið 2013 var kosið og ríkisstjórn gömlu einkavæðingarflokkanna tók við. Lofað var í stjórnarsáttmála að afnema þessar tímabundnu skerðingar en nú níu árum og fimm ríkisstjórnum síðar hefur ekkert gerst. Tölurnar sýna svart á hvítu að kjaragliðnun er viðvarandi milli þeirra sem fá tekjur sínar frá almannatryggjum og annarra. Bilið milli lífeyris og lágmarkslauna breikkar sífellt. Viðbrögð núverandi ríkisstjórnar, þeirrar fimmtu frá 2013, hefur nú tekið af allan vafa um það hvað hún ætlar að gera varðandi kjör öryrkja og ellilífeyrisþega á kjörtímabilinu, aftur á að skipa starfshóp. Starfshópur sem á að skila af sér niðurstöðum eftir tvö ár! Mánuði fyrir kosningar haustið 2017 sagði Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu Bjarna Benediktssonar þáverandi forsætisráðherra: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Það eru fimm ár liðin og Katrín hefur verið forsætisráðherra frá því í nóvember sama ár. Starfshópurinn er skipaður núna og á að skila af sér eftir tvö ár. Fátækt fólk verður þá búið að bíða í sjö ár! Höfum það í huga sem Katrín sagði við sama tækifæri: „Það er pólitískt val, pólitísk ákvörðun.“ Sjálf hef ég ítrekað bent á það í ræðu og riti að það er ekki náttúrulögmál að fólk búi hér við sárafátækt heldur einmitt pólitísk ákvörðun ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Samfylkingin hefur ítrekað lagt það til frá 2013 að hlutur þeirra tekju- og eignaminnstu í landinu yrði leiðréttur. Samfélagið var á gríðarlegri siglingu allt til vorsins 2020 þegar Covid skall á en viðbrögð stjórnvalda fyrir Covid snerust ekki um að bæta kjör þessa hóps. Aðgerðir í Covid voru heldur ekki þeim fátækustu í vil. Skattar hafa markvisst verið lækkaðir á þá ríkustu í samfélaginu og nú þegar verðbólgan er farin á fleygiferð eru það þeir sem minnst hafa á milli handanna sem bera þyngstu byrðarnar. Ákall okkar í Samfylkingunni um tímabundnar aðgerðir til að létta á tekjulægstu hópunum hefur verið mætt af fullkomnu fálæti af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þegar svo við bætist að skipaður er starfshópur sem ekki á að bretta upp ermar heldur teygja lopann fram að næstu kosningum þá er áhugaleysið alltumlykjandi. Þegar nýi starfshópurinn, sem svo sannarlega er enginn spretthópur, skilar niðurstöðum sínum verða 11 ár liðin frá því að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu að afnema skerðingarnar og sjö ár frá því að Katrín sagði stjórnvöld ekki eiga að biðja fátækt fólk um að bíða. Við þurfum alvöru breytingar og réttlæti samfara þeim en ekki fleiri skýrslur og engar efndir. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun