„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 15:29 Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. AP/Nariman El-Mofty Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53