Hafa aldrei unnið Evrópuleik en ætla að breyta því í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 12:31 Það er kominn tími til að Víkingar vinni Evrópuleik. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki unnið Evrópuleik. Víkingur mætir Levadia Tallinn í kvöld og stefnir á að breyta þeirri staðreynd. Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast