Hafa aldrei unnið Evrópuleik en ætla að breyta því í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 12:31 Það er kominn tími til að Víkingar vinni Evrópuleik. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki unnið Evrópuleik. Víkingur mætir Levadia Tallinn í kvöld og stefnir á að breyta þeirri staðreynd. Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira