Hafa aldrei unnið Evrópuleik en ætla að breyta því í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 12:31 Það er kominn tími til að Víkingar vinni Evrópuleik. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki unnið Evrópuleik. Víkingur mætir Levadia Tallinn í kvöld og stefnir á að breyta þeirri staðreynd. Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira