„Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 18:08 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. Við atkvæðagreiðslu á þinginu í dag gáfu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar í skyn að hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga hefðu ráðið för við gerð rammaáætlunar. Ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að færa Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalöldur í Þjórsá úr verndarflokki í biðflokk. Stjórnarandstaðan gerði lokatilraun til að halda þessum virkjanakostum í verndarflokki rammaáætlunar í gær en sú tillaga var felld. „Það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, sagði innviðaráðherra hafa komið í veg fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum „sem gerir einmitt Landsvirkjun kleift að keyra áróður fyrir Kjalölduveitu í gegnum þingið.“ Andrés gaf þá í skyn að Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á tilfærslu Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. „Og það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga af því að það vill fá sína virkjun.“ „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn áætluninni. KS og náttúruperlur í verndarflokk Jóhann Páll Jóhannsson tók í sama streng við atkvæðagreiðsluna og sagði engin sannfærandi rök hafa verið færð fram fyrir tilfærslunni. „Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.“ Ræður Andrésar og Jóhanns má sjá í heild sinni á vef Alþingis. Alþingi Píratar Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Ásahreppur Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Sjá meira
Við atkvæðagreiðslu á þinginu í dag gáfu tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar í skyn að hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga hefðu ráðið för við gerð rammaáætlunar. Ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að færa Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalöldur í Þjórsá úr verndarflokki í biðflokk. Stjórnarandstaðan gerði lokatilraun til að halda þessum virkjanakostum í verndarflokki rammaáætlunar í gær en sú tillaga var felld. „Það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, sagði innviðaráðherra hafa komið í veg fyrir stækkun friðlands í Þjórsárverum „sem gerir einmitt Landsvirkjun kleift að keyra áróður fyrir Kjalölduveitu í gegnum þingið.“ Andrés gaf þá í skyn að Kaupfélag Skagfirðinga hafi haft áhrif á tilfærslu Héraðsvatna úr verndarflokki í biðflokk. „Og það er hlustað á vælið í Kaupfélagi Skagfirðinga af því að það vill fá sína virkjun.“ „Hagsmunaöflunum er þjónað í tillögum meiri hlutans. Það er gerð pólitísk málamiðlun án faglegra og málefnalegra röksemda í þágu gjörnýtingarsinnanna. Og hver líður fyrir? Náttúra Íslands í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gjörið svo vel,“ sagði Andrés er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn áætluninni. KS og náttúruperlur í verndarflokk Jóhann Páll Jóhannsson tók í sama streng við atkvæðagreiðsluna og sagði engin sannfærandi rök hafa verið færð fram fyrir tilfærslunni. „Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.“ Ræður Andrésar og Jóhanns má sjá í heild sinni á vef Alþingis.
Alþingi Píratar Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Ásahreppur Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Sjá meira