Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 22:10 Fréttaflutningur af illri meðferð vistfólks á Arnarholti var meðal þess sem hvatti alþingi til að stofna nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda . Vísir/Vilhelm Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. Í skýrslu nefndarinnar segir að þótt rannsókn á málinu sé ætlað að leggja sérstaka áherslu á nýliðin ár þá telji nefndin mikilvægt að skoðaður verði aðbúnaður og meðferð fatlaðs fólks aftur í tímann. Sterkar vísbendingar séu um að sá hópur hafi sætt illri meðferð á stofnunum á árum áður og mikilvægt sé að slíkt sé dregið fram í dagsljósið. Fréttaflutningur af illri meðferð vistfólks á Arnarholti á áttunda áratugnum undirstriki mikilvægi þess að slík skoðun fari fram og úttekt á aðstæðum barna á Kópavogshæli hafi leitt í ljós að þar hafi fullorðnir einstaklingar orðið fyrir ofbeldi og sætt illri meðferð. Katrín Jaboksdóttir forsætisráðherra sagði í dag, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, að ljóst sé að víða hafi pottur verið brotinn í meðferð hópsins. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Skýrslu nefndarinnar má lesa hér. Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Vistheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í skýrslu nefndarinnar segir að þótt rannsókn á málinu sé ætlað að leggja sérstaka áherslu á nýliðin ár þá telji nefndin mikilvægt að skoðaður verði aðbúnaður og meðferð fatlaðs fólks aftur í tímann. Sterkar vísbendingar séu um að sá hópur hafi sætt illri meðferð á stofnunum á árum áður og mikilvægt sé að slíkt sé dregið fram í dagsljósið. Fréttaflutningur af illri meðferð vistfólks á Arnarholti á áttunda áratugnum undirstriki mikilvægi þess að slík skoðun fari fram og úttekt á aðstæðum barna á Kópavogshæli hafi leitt í ljós að þar hafi fullorðnir einstaklingar orðið fyrir ofbeldi og sætt illri meðferð. Katrín Jaboksdóttir forsætisráðherra sagði í dag, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, að ljóst sé að víða hafi pottur verið brotinn í meðferð hópsins. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Skýrslu nefndarinnar má lesa hér.
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Vistheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira