Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2022 14:05 Helga Vala sagði langt liðið á fyrri hálfleik hjá Willum Þór og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti. vísir/vilhelm Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.” Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru bráðahjúkrunarfræðingar að bugast. Soffía Steingrímsdóttir lýsti því yfir í gær að hún væri búin að gefast upp eftir erfiða vakt, hún ætlaði að láta það verða sitt fyrsta verk eftir hana að skrifa uppsagnarbréf. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar auglýsti eftir Willum Þór á þinginu nú fyrir skömmu: „Hvar er heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins eiginlega? Það er bókstaflega ekkert að frétta,“ sagði Helga Vala. Hún sagði að ekkert hefði verið gert af hálfu stjórnvalda til að bæta það ófremdarástand sem ríkt hefur í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. „Svo við tökum hér upp líkingamál sem hæstvirtur heilbrigðisráðherra skilur þá vil ég benda á að það er langt liðið á fyrri hálfleik hjá honum og út úr liðinu streyma lykilleikmenn sem haldið hafa liðinu á floti. Fólkið í stúkunni er farið að hvísla á milli sín að kominn sé tími á þjálfaraskipti, enda þolinmæðin lítil eftir slakt gengi á síðasta tímabili lítil,“ sagði Helga Vala háðslega. Hún sagði að ekki væri það bara einn starfsmaður sem sagði upp á Landspítalanum í gær – það var lykilstarfsmaður á bráðamóttöku í Fossvogi sem sagði upp vegna langvarandi álags og engrar lausnar í sjónmáli. „Fleiri lykilstarfsmenn hyggja á brottför – fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá en frá ríkisstjórninni er ekkert að frétta.”
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Staðan á bráðamóttökunni ákveðinn vítahringur: „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. 31. maí 2022 13:00