George Shapiro látinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 09:19 George Shapiro við frumsýningu á kvikmyndinni If You're Not In The Obit, Eat Breakfast árið 2018. Getty/Michael Tullberg George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira