Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar verður að linna Kjartan Magnússon skrifar 13. maí 2022 20:30 Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun