Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sýn Herdís Dröfn Fjeldsted Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar standa frammi fyrir áskorun sem hefur ekki einungis áhrif á fjölmiðlana sjálfa heldur samfélagið allt. Ólögleg dreifing og endursala sjónvarpsefnis er orðin veruleg ógn við afkomu og framþróun í fjölmiðlaiðnaðinum. Nýleg könnun sýnir að um 30% Íslendinga nota ólöglegar leiðir til að horfa á sjónvarpsefni og í yngri aldurshópum er þetta nærri 60%. Ólögleg dreifing á efni er nefnilega glæpur. Eins og kollegi minn úr sjónvarpiðnaðinum benti á má líkja þjófnum (ólöglega endursalanum) við sníkjudýr. Sníkjudýr nærast á hýslinum sínum og draga úr honum allan mátt. Þannig er það með ólöglega efnisdreifingu, sem nærist á þjónustuveitendum sem löglega framleiða, dreifa og sýna efni. Fyrirtæki sem framleiða og dreifa löglegu efni eru háð tekjum til að endurfjárfesta í nýrri tækni, hæfileikum og hugmyndum. Þegar þessar tekjur rýrna umtalsvert vegna ólöglegrar dreifingar á þjónustu, minnka möguleikar þeirra til að halda uppi fjölbreyttu og menningartengdu efni fyrir neytendur. Þegar notendur velja að horfa á ólöglega dreift efni í stað þess að greiða fyrir löglega þjónustu, skerða þeir þessar tekjur og grafa undan möguleikum til nýsköpunar og framþróunar í greininni. Áhrifin af þjófnaðinum eru víðtæk og alvarleg – bæði fyrir iðnaðinn sjálfan og fyrir samfélagið í heild. Efnahagsleg áhrif eru augljós. Þjófurinn svíkur ríkið um skatttekjur og dregur úr atvinnutækifærum bæði í fjölmiðlum og í tengdum greinum. Þetta eru fjármunir sem skila sér ekki til skattayfirvalda. Ólögleg dreifingveldur einnig samfélagslegum skaða. Almenningur áttar sig mögulega ekki á því en með kaupum á ólöglegri þjónustu stuðlar hann í sumum tilfellum að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinn ólöglegi ávinningur fer efst í píramídann en þar fyrir neðan má finna mansal og peningaþvætti. Þegar almenningur notar ólöglegt efni, er hann ekki aðeins að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi heldur setur sig í alvarlega öryggisáhættu. Ólöglegt efni getur enda borið með sér vírusa, spilliforrit og þjófnað á persónuupplýsingum notandans. Sameiginlega þurfum við sem þjóð að taka ábyrgð og berjast gegn þessari ógn. Til þess þurfum við tvíþætta nálgun. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að upplýsa almenning um þær hættur sem fylgja því að nýta sér ólöglega dreifingu efnis. Sem dæmi má nefna að stuldur á íþróttaefni hefur bein áhrif á fjárhag íþróttafélaga, sem fá dýrmætar tekjur af sölu á sýningarréttum til fjölmiðla. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fóru rúmlega 216 milljónir króna til barna- og unglingastarfs á síðasta ári. Þessi upphæð er 9% lægri en árið áður. Notendur og endursöluaðilar af íslensku íþróttasjónvarpsefni sem er dreift ólöglega eru að skaða íþróttastarfið sem þessi aðildarfélög standa fyrir. Fjölmiðlar hafa færri krónur til skiptanna þegar kemur að greiðslu til íþróttafélaga fyrir efnisréttindi. Þetta kemur því með beinum hætti niður á íþróttastarfi yngri flokka viðkomandi íþróttagreina. Í öðru lagi þarf að taka harðar á glæpamönnum sem standa að ólöglegri dreifingu og endursölu efnis og senda skýr skilaboð til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu. Við hjá Sýn höfum ásamt NCP (Nordic Content Protection) unnið markvisst að því að stöðva ólöglega dreifingu og endursölu sjónvarpsefnis. Með öflugri samvinnu höfum við nú þegar náð mikilvægum áföngum og eru dæmi um nýlegar sakfellingar sem sýna að við höfum „tennur“ í þessari baráttu. Þetta er þó eingöngu byrjunin. Til að ná varanlegum árangri þurfum við víðtækari samvinnu milli einkageirans, lögregluyfirvalda, stjórnvalda og löggjafans. Styrkja þarf gildandi lög og refsiaðgerðir þegar kemur að höfunda- og hugverkarétti. Sýn kallar á þátttöku hagsmunaaðila frá stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi til að koma á breytingum. Við verðum öll að taka ábyrgð á því að vernda iðnaðinn og samfélagið gegn þeirri eyðileggingu sem ólögleg dreifing og endursala hugverkavarins efnis getur valdið. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar