7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:47 Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun