Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 13. nóvember 2024 13:15 Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Öflugt stuðningsnet og ný úrræði Við höfum stigið mikilvæg skref í að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með stofnun farsældarráða um allt land, sem efla samstarf milli stofnana til að tryggja að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu. Þá höfum við komið á fót skólaþjónustustofnun sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning í málum er snúa að velferð og menntun barna. Einnig hafa verið stofnuð þjónustutorg fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, sem auðvelda aðgengi að þeim úrræðum sem best henta hverju barni. Með innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir öll börn hefur jafnframt verið stuðlað að aukinni vellíðan og betri einbeitingu í námi. Auk þess hafa framlög til þróunar og útgáfu námsefnis verið aukin, með áherslu á að nýta stafrænar lausnir og gervigreind til að mæta betur þörfum og áhugasviði nemenda. Þá hafa einnig verið sett á fót úrræði sem tryggja að börn af erlendum uppruna fái markvissan stuðning í aðlögun að íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Þessi úrræði eru aðeins örfá dæmi um þau verkefni sem fjárfest hefur verið í til að styrkja umgjörð barna og gera stuðningskerfi okkar skilvirkari og betri. Jákvæð þróun í líðan barna og ungmenna Nýjustu niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar gefa skýra vísbendingu um árangur þessarar stefnu. Andleg heilsa barna hefur batnað tvö ár í röð. Í dag segjast aðeins 35% barna í 6. bekk upplifa kvíða, sem er mikil lækkun frá fyrri árum. Um 98% barna segjast eiga vini, félagsfærni er að aukast, þátttaka í íþróttum og tómstundum er vaxandi, og 90% barna í 6.-7. bekk meta heilsu sína góða. Einelti mælist nú einungis hjá 4% í 10. bekk. Þessar tölur staðfesta að breytingarnar sem við höfum innleitt stuðla að betri líðan og sterkari félagsfærni barna. Árangur og áskoranir Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður er umræðan ekki alltaf í takt við þann árangur sem náðst hefur. Sumir vilja halda því fram að neyðarástand ríki í málefnum barna á Íslandi. Ég mótmæli því staðfastlega. Vissulega stöndum við frammi fyrir áskorunum, einkum hvað varðar viðkvæma hópa, og við eigum enn verk fyrir höndum. En það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim árangri sem hefur náðst – árangri sem er afrakstur þrotlausrar vinnu fagfólks, foreldra og samfélagsins alls. Framundan er að styrkja enn frekar umgjörð barna og ungmenna Næstu skref á vegferð okkar eru að ná enn betur utan um viðkvæma hópa barna, útrýma biðlistum eftir þjónustu við börn og tryggja betri stuðning og samhæfingu. Með farsældarlögunum höfum við byggt traustan grunn að þessari vegferð, en til þess að halda áfram þurfum við fjárfestingu, þolinmæði og gott samstarf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessara jákvæðu breytinga. Það þarf þorp til að ala upp barn, og íslenskt samfélag, með foreldra og fagfólk í fararbroddi, sýnir metnað, hugsjón og eldmóð að leiðarljósi – fyrir börnin okkar. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Öflugt stuðningsnet og ný úrræði Við höfum stigið mikilvæg skref í að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með stofnun farsældarráða um allt land, sem efla samstarf milli stofnana til að tryggja að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu. Þá höfum við komið á fót skólaþjónustustofnun sem veitir skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning í málum er snúa að velferð og menntun barna. Einnig hafa verið stofnuð þjónustutorg fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, sem auðvelda aðgengi að þeim úrræðum sem best henta hverju barni. Með innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða fyrir öll börn hefur jafnframt verið stuðlað að aukinni vellíðan og betri einbeitingu í námi. Auk þess hafa framlög til þróunar og útgáfu námsefnis verið aukin, með áherslu á að nýta stafrænar lausnir og gervigreind til að mæta betur þörfum og áhugasviði nemenda. Þá hafa einnig verið sett á fót úrræði sem tryggja að börn af erlendum uppruna fái markvissan stuðning í aðlögun að íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Þessi úrræði eru aðeins örfá dæmi um þau verkefni sem fjárfest hefur verið í til að styrkja umgjörð barna og gera stuðningskerfi okkar skilvirkari og betri. Jákvæð þróun í líðan barna og ungmenna Nýjustu niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar gefa skýra vísbendingu um árangur þessarar stefnu. Andleg heilsa barna hefur batnað tvö ár í röð. Í dag segjast aðeins 35% barna í 6. bekk upplifa kvíða, sem er mikil lækkun frá fyrri árum. Um 98% barna segjast eiga vini, félagsfærni er að aukast, þátttaka í íþróttum og tómstundum er vaxandi, og 90% barna í 6.-7. bekk meta heilsu sína góða. Einelti mælist nú einungis hjá 4% í 10. bekk. Þessar tölur staðfesta að breytingarnar sem við höfum innleitt stuðla að betri líðan og sterkari félagsfærni barna. Árangur og áskoranir Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður er umræðan ekki alltaf í takt við þann árangur sem náðst hefur. Sumir vilja halda því fram að neyðarástand ríki í málefnum barna á Íslandi. Ég mótmæli því staðfastlega. Vissulega stöndum við frammi fyrir áskorunum, einkum hvað varðar viðkvæma hópa, og við eigum enn verk fyrir höndum. En það er ekki hægt að horfa fram hjá þeim árangri sem hefur náðst – árangri sem er afrakstur þrotlausrar vinnu fagfólks, foreldra og samfélagsins alls. Framundan er að styrkja enn frekar umgjörð barna og ungmenna Næstu skref á vegferð okkar eru að ná enn betur utan um viðkvæma hópa barna, útrýma biðlistum eftir þjónustu við börn og tryggja betri stuðning og samhæfingu. Með farsældarlögunum höfum við byggt traustan grunn að þessari vegferð, en til þess að halda áfram þurfum við fjárfestingu, þolinmæði og gott samstarf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessara jákvæðu breytinga. Það þarf þorp til að ala upp barn, og íslenskt samfélag, með foreldra og fagfólk í fararbroddi, sýnir metnað, hugsjón og eldmóð að leiðarljósi – fyrir börnin okkar. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun