Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun