Opnum „kóða“ ljósastýringa í Reykjavík Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Umferð Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Af hverju liggur ekki fyrir opinberlega hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á götum borgarinnar? Hverjar eru reglurnar sem stýra umferðarljósunum? Getum við gert betur!!! Vandræðagangur með ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með þeim hætti að varla nokkur maður áttar sig orðið á því hvar hnífurinn stendur í kúnni. Snjallvæðing umferðarljósa er talin geta bætt umferðarflæði um 15% og dregið úr tafatíma á rauðum ljósum um amk. 40%. Fyrir marga ættu umhverfisáhrifin og minni losun gróðurhúsalofttegunda að duga sem réttlæting fyrir því að ganga strax til verksins. Fyrir aðra ætti aukinn tími með fjölskyldunni að réttlæta algeran forgang þess að koma ljósastýringum höfuðborgarsvæðisins í lag. Það var raunar svo að í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar Alþingi veitti heimild til að stofna Betri samgöngur ohf. í júní 2020 samkvæmt samgöngusáttmálanum, var sérstaklega tekið á málum er varða ljósastrýringar. Í álitinu segir: „Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa.“ Áfram er áréttað að Betri samgöngur ohf.„setji slíkar framkvæmdir í forgang, því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði.“ En svo bara gerist ekki neitt. Mögulega vill Bragga-meirihlutinn ekki bæta umferðarflæði innan borgarinnar, enda verður þá erfiðara að réttlæta Borgarlínubrjálæðið og þörfin á sérrými minnkar. Eftir situr fólk fast í umferð, tafatíminn vex og mun vaxa enn frekar nái draumur borgarstjóra um Borgarlínu fram að ganga. Með gegnsæi í huga og þess að sækja í visku fjöldans, þá lýsi ég því hér með yfir, að mín fyrsta tillaga verði ég kosinn til setu í borgarstjórn verður þess efnis að „kóðinn“ fyrir ljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu verði opnaður og gerður aðgengilegur, þannig að allir geti skoðað hvernig ljósastýringarnar virka og um leið séð hvort mögulega sé ekki verið að nýta núverandi afkastagetu gatnakerfisins með besta hætti. Margir hafa pirrað sig á rauðum ljósum þar sem enginn er sjáanlegur, hvorki bíll, né til dæmis einstaklingur að fara yfir götuna við eldrautt gönguljós á Miklubrautinni. Opnum þessar upplýsingar og gerum þær öllum aðgengilegar. Af hverju ætti að vera feluleikur um það hvað ræður lengd og tíðni rauðra ljósa á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið á að vera að minnka tafatíma allra !!! Höfundur er umferðarsérfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Reykjavík.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar