Fyrrum NBA-leikmaður skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 08:30 Adreian Payne með boltann í leik í NBA deildinni þegar hann spilaði með Minnesota Timberwolves. AP/Jonathan Bachman Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki. Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022 NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022
NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira