Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun? Þorvaldur Daníelsson skrifar 7. maí 2022 20:30 Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun