Hverfið mitt, borgin okkar Birkir Ingibjartsson skrifar 7. maí 2022 07:00 Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar