Elliðaárstöð brumar Birna Bragadóttir skrifar 5. maí 2022 13:00 Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík HönnunarMars Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun