Elliðaárstöð brumar Birna Bragadóttir skrifar 5. maí 2022 13:00 Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík HönnunarMars Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert minna en yndislegt að hefja vinnudaginn í Elliðaárdal þessa dagana. Gróðurilmur er sem óðast að fylla loftið, græni liturinn að breiðast út, göngufólk eða skokkarar á ferð sem bjóða góðan daginn, hoplax líður letilega um strauminn undir göngubrúnni og verkefnið sem mér þykir svo vænt um – Elliðaárstöð – er líka að bruma í vorloftinu. Vagga veitnanna Það var fyrir tveimur og hálfu ári að Orkuveita Reykjavíkur lagði upp í þann leiðangur að nýta húsakost hinnar aldargömlu Rafstöðvar Reykvíkinga við Elliðaár til að byggja upp nýjan áfangastað í dalnum, sem nú þegar er trúlega vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa og nærsveitafólks. Áfangastað þar sem veitt er innsýn í það galdraverk sem hin nauðsynlega þjónusta ósýnilegra veitukerfanna færir okkur, þar sem iðn- og tæknistörfin sem halda þessum kerfum gangandi eru kynnt og áfangastað þar sem 113 ára sögu veitnanna eru gerð skil. Veigamesti veiturekstur borgarinnar á allur samastað í Elliðaárdal og því köllum við hann stundum vöggu veitnanna. Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar. Gömul hús fá nýtt hlutverk Þá var að framkvæma. Móta landið, gera upp hluta gömlu friðuðu húsanna og byrja að taka á móti fólki. Þrátt fyrir að enn vanti nokkuð upp á svæðið hafi fengið þann svip sem stefnt er að, höfum við tekið á móti hundruðum skólabarna og annarra gesta, meðal annars á HönnunarMars á kóvidárinu 2021, Barnamenningarhátíð þar sem börn fræddust um orku og vísindi í gegnum sirkuslistir og samstarfsverkefni við Árbæjarskóla þar sem nemendur í 10. bekk fá að kynnast fjölbreyttum störfum og verkefnum í iðn- og tæknigreinum í heilan vetur. Framundan er frekari frágangur á svæðinu kringum Rafstöðina og meðal annars uppsetning á jarðborum sem leikið hafa lykilhlutverk í færa okkur heitt vatn úr iðrum jarðar í hitaveituna okkar. Í undirbúningi er líka að auglýsa eftir rekstaraðilum á veitingarekstri í kaffihúsi sem verður í húsakynnum þar sem vélstjórarnir sem héldu Rafstöðinni gangandi héldu kýr og hænur, enda langt að fara inn til Reykjavíkur eftir slíku lengst af síðustu öld. Samstaða bakhjarla Þrátt fyrir faraldurinn hefur verkefnið gengið vel. Þó það hafi tafist svolítið stendur útkoman hingað til rúmlega undir væntingum og kostnaður er á áætlun. Heildarkostnaður við verkefnið er um 800 milljónir króna, en 550 milljónum króna þegar verið varið í þetta fjárfestingarverkefni meiri lífsgæða. Seint á þessu ári verður Elliðaárstöð á rafstöðvarreitnum við Elliðaár því búin að fá sinn nýja svip. Farsæld þessa verkefnis hefur ekki síst byggst á því að alger samstaða hefur verið um það meðal bakhjarla þess, stjórnar og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðningur meðal íbúa í Árbænum, vegfarenda um Elliðaárdal, veiðifólks og annarra hagsmunaaðila hefur svo hjálpað okkur óendanlega mikið í ýmsum útfærslum sem máli skipta. Velkomin í dalinn um helgina Nú um helgina er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa og aðra unnendur Elliðaárdalsins að kynna sér Elliðaárstöðvarverkefnið. Við erum með á HönnunarMars í annað sinn og hvorttveggja á laugardag og sunnudag er hægt að velja á milli nokkurra skipulagðra viðburða þar sem Elliðáarstöðvarverkefnið er kynnt. Hönnunarteymið Terta sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni leiða gesti um svæðið og segja frá hönnunarnálgun sinni í verkefinu, einnig fá gestir að upplifa tónverk á dórófón í einstökum vélarsal Elliðaárstöðvar, auk fleiri viðburða sem glæða svæðið lífi. Það er brum á trjánum og gott ef Elliðaárstöð er ekki bara farin að laufgast. Verið velkomin. Höfundur er forstöðukona Elliðaárstöðvar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun