„Nei, ekki í dag. Ég flýg þessari þyrlu sjálfur en ekki í dag,“
sagði hann aðspurður hvort að hann hafi flogið henni sjálfur á svæðið. Myndin var kynnt fyrir kvikmyndagagnrýnendum og fjölmiðlum á stafrænan hátt á CinemaCon í síðustu viku og hefur verið að fá góða dóma í framhaldinu.
„Við unnum með sjóhernum og Top Gun skólanum til að setja saman hvernig við ættum að skjóta myndina sérstaklega,“ sagði hann og bætti við „afþví að ef við ætluðum að gera þetta ætluðum við að fljúga í F-18,“ sagði Tom Cruise um ferlið. Hann sagði að leikararnir hafi lært á myndavélarnar inn í þotunum.

„Ég þurfti að kenna þeim kvikmyndatöku og lýsingu svo að þau myndu skilja hvað lítur vel út í mynd, ég er mjög stoltur af því sem við afrekuðum. Hvert og eitt þeirra er stórkostlegt,“
sagði hann. Einnig greindi hann frá því hvernig allir sem léku í myndinni fóru í krefjandi og yfirþyrmandi flugþjálfun fyrir myndina að hans ósk.