Opnum hliðin – stækkum dalinn Stefán Pálsson skrifar 23. apríl 2022 12:00 Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsavernd Söfn Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun