Af hverju stefnumótun um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu? Björn H. Reynisson skrifar 23. apríl 2022 07:00 Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun