Bill Murray sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað Elísabet Hanna skrifar 22. apríl 2022 14:30 Bill Murray hefur áður verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað. Getty/Stephane Cardinale - Corbis Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal og hefur framleiðsla hennar verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hegðun er borin upp á leikarann. Aziz Ansari skrifaði og leikstýrir myndinni ásamt og var þetta hans fyrsta mynd sem leikstjóri. Seth Rogen og Keke Palmer fara með aðalhlutverk ásamt Aziz sjálfum. View this post on Instagram A post shared by Aziz Ansari (@azizansari) Framleiðsla myndarinnar stöðvuð Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað en enn er óljóst hvað kom fram í kvörtuninni sem lögð var fram. Einnig er óljóst hvort að hann snúi aftur í verkefnið ef að því kemur en framleiðsla myndarinnar hefur verið stöðvuð og verið er að rannsaka málið. „Seint í síðustu viku barst okkur kvörtun sem við fórum samstundis að rannsaka. Eftir að hafa skoðað aðstæðurnar hefur verið ákveðið að framleiðsla geti ekki haldið áfram á þessum tímapunkti,“ sendi Searchlight Pictures frá sér í tölvupósti til aðstandenda myndarinnar samkvæmt Deadline. Pósturinn hélt áfram og þakkaði öllum sem hafa komið að myndinni en nú þegar eru tökur hálfnaðar. Í póstinum var einnig talað um að vonandi gæti framleiðsla haldið áfram einn daginn. Var dónalegur við tökur á Charlie's Angels Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum að við tökur á myndinni Charlie's Angels um aldamótin hafi hann verið sakaður um dónalega og óviðeigandi hegðun gagnvart mótleikkonu sinni Lucy Liu. View this post on Instagram A post shared by Lucy Liu (@lucyliu) „Sumt af því sem hann sagði var óafsakanlegt og óásættanlegt og ég ætlaði ekki bara að sitja þarna og hlusta á þetta. Svo já, ég stóð upp fyrir sjálfri mér og ég sé ekki eftir því,“ sagði Lucy í viðtali í fyrra þar sem hún rifjaði upp atvikið sem átti sér stað. Það gerðist í kjölfar þess að atriði sem hún og samleikkonur hennar Cameron Diaz og Drew Barrymore voru í var breytt án hans vitundar og hann úthúðaði aðeins Lucy í kjölfarið. Lucy bætti því við í viðtalinu að það eigi ekki að skipta máli hvar fólk sé statt í goggunarröðinni, það eigi að koma vel fram við alla og ekki reyna að draga aðra niður og gera lítið úr þeim. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Aziz Ansari skrifaði og leikstýrir myndinni ásamt og var þetta hans fyrsta mynd sem leikstjóri. Seth Rogen og Keke Palmer fara með aðalhlutverk ásamt Aziz sjálfum. View this post on Instagram A post shared by Aziz Ansari (@azizansari) Framleiðsla myndarinnar stöðvuð Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað en enn er óljóst hvað kom fram í kvörtuninni sem lögð var fram. Einnig er óljóst hvort að hann snúi aftur í verkefnið ef að því kemur en framleiðsla myndarinnar hefur verið stöðvuð og verið er að rannsaka málið. „Seint í síðustu viku barst okkur kvörtun sem við fórum samstundis að rannsaka. Eftir að hafa skoðað aðstæðurnar hefur verið ákveðið að framleiðsla geti ekki haldið áfram á þessum tímapunkti,“ sendi Searchlight Pictures frá sér í tölvupósti til aðstandenda myndarinnar samkvæmt Deadline. Pósturinn hélt áfram og þakkaði öllum sem hafa komið að myndinni en nú þegar eru tökur hálfnaðar. Í póstinum var einnig talað um að vonandi gæti framleiðsla haldið áfram einn daginn. Var dónalegur við tökur á Charlie's Angels Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum að við tökur á myndinni Charlie's Angels um aldamótin hafi hann verið sakaður um dónalega og óviðeigandi hegðun gagnvart mótleikkonu sinni Lucy Liu. View this post on Instagram A post shared by Lucy Liu (@lucyliu) „Sumt af því sem hann sagði var óafsakanlegt og óásættanlegt og ég ætlaði ekki bara að sitja þarna og hlusta á þetta. Svo já, ég stóð upp fyrir sjálfri mér og ég sé ekki eftir því,“ sagði Lucy í viðtali í fyrra þar sem hún rifjaði upp atvikið sem átti sér stað. Það gerðist í kjölfar þess að atriði sem hún og samleikkonur hennar Cameron Diaz og Drew Barrymore voru í var breytt án hans vitundar og hann úthúðaði aðeins Lucy í kjölfarið. Lucy bætti því við í viðtalinu að það eigi ekki að skipta máli hvar fólk sé statt í goggunarröðinni, það eigi að koma vel fram við alla og ekki reyna að draga aðra niður og gera lítið úr þeim.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30