Bill Murray sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað Elísabet Hanna skrifar 22. apríl 2022 14:30 Bill Murray hefur áður verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað. Getty/Stephane Cardinale - Corbis Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal og hefur framleiðsla hennar verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hegðun er borin upp á leikarann. Aziz Ansari skrifaði og leikstýrir myndinni ásamt og var þetta hans fyrsta mynd sem leikstjóri. Seth Rogen og Keke Palmer fara með aðalhlutverk ásamt Aziz sjálfum. View this post on Instagram A post shared by Aziz Ansari (@azizansari) Framleiðsla myndarinnar stöðvuð Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað en enn er óljóst hvað kom fram í kvörtuninni sem lögð var fram. Einnig er óljóst hvort að hann snúi aftur í verkefnið ef að því kemur en framleiðsla myndarinnar hefur verið stöðvuð og verið er að rannsaka málið. „Seint í síðustu viku barst okkur kvörtun sem við fórum samstundis að rannsaka. Eftir að hafa skoðað aðstæðurnar hefur verið ákveðið að framleiðsla geti ekki haldið áfram á þessum tímapunkti,“ sendi Searchlight Pictures frá sér í tölvupósti til aðstandenda myndarinnar samkvæmt Deadline. Pósturinn hélt áfram og þakkaði öllum sem hafa komið að myndinni en nú þegar eru tökur hálfnaðar. Í póstinum var einnig talað um að vonandi gæti framleiðsla haldið áfram einn daginn. Var dónalegur við tökur á Charlie's Angels Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum að við tökur á myndinni Charlie's Angels um aldamótin hafi hann verið sakaður um dónalega og óviðeigandi hegðun gagnvart mótleikkonu sinni Lucy Liu. View this post on Instagram A post shared by Lucy Liu (@lucyliu) „Sumt af því sem hann sagði var óafsakanlegt og óásættanlegt og ég ætlaði ekki bara að sitja þarna og hlusta á þetta. Svo já, ég stóð upp fyrir sjálfri mér og ég sé ekki eftir því,“ sagði Lucy í viðtali í fyrra þar sem hún rifjaði upp atvikið sem átti sér stað. Það gerðist í kjölfar þess að atriði sem hún og samleikkonur hennar Cameron Diaz og Drew Barrymore voru í var breytt án hans vitundar og hann úthúðaði aðeins Lucy í kjölfarið. Lucy bætti því við í viðtalinu að það eigi ekki að skipta máli hvar fólk sé statt í goggunarröðinni, það eigi að koma vel fram við alla og ekki reyna að draga aðra niður og gera lítið úr þeim. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Aziz Ansari skrifaði og leikstýrir myndinni ásamt og var þetta hans fyrsta mynd sem leikstjóri. Seth Rogen og Keke Palmer fara með aðalhlutverk ásamt Aziz sjálfum. View this post on Instagram A post shared by Aziz Ansari (@azizansari) Framleiðsla myndarinnar stöðvuð Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað en enn er óljóst hvað kom fram í kvörtuninni sem lögð var fram. Einnig er óljóst hvort að hann snúi aftur í verkefnið ef að því kemur en framleiðsla myndarinnar hefur verið stöðvuð og verið er að rannsaka málið. „Seint í síðustu viku barst okkur kvörtun sem við fórum samstundis að rannsaka. Eftir að hafa skoðað aðstæðurnar hefur verið ákveðið að framleiðsla geti ekki haldið áfram á þessum tímapunkti,“ sendi Searchlight Pictures frá sér í tölvupósti til aðstandenda myndarinnar samkvæmt Deadline. Pósturinn hélt áfram og þakkaði öllum sem hafa komið að myndinni en nú þegar eru tökur hálfnaðar. Í póstinum var einnig talað um að vonandi gæti framleiðsla haldið áfram einn daginn. Var dónalegur við tökur á Charlie's Angels Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum að við tökur á myndinni Charlie's Angels um aldamótin hafi hann verið sakaður um dónalega og óviðeigandi hegðun gagnvart mótleikkonu sinni Lucy Liu. View this post on Instagram A post shared by Lucy Liu (@lucyliu) „Sumt af því sem hann sagði var óafsakanlegt og óásættanlegt og ég ætlaði ekki bara að sitja þarna og hlusta á þetta. Svo já, ég stóð upp fyrir sjálfri mér og ég sé ekki eftir því,“ sagði Lucy í viðtali í fyrra þar sem hún rifjaði upp atvikið sem átti sér stað. Það gerðist í kjölfar þess að atriði sem hún og samleikkonur hennar Cameron Diaz og Drew Barrymore voru í var breytt án hans vitundar og hann úthúðaði aðeins Lucy í kjölfarið. Lucy bætti því við í viðtalinu að það eigi ekki að skipta máli hvar fólk sé statt í goggunarröðinni, það eigi að koma vel fram við alla og ekki reyna að draga aðra niður og gera lítið úr þeim.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30