Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. apríl 2022 13:09 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira