Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2022 23:37 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í skothríðinni. AP/Rich Pedroncelli Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri. Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37